fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Leikstjóri Deer Hunter látinn

Michael Cimino var 77 ára

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikstjórinn Michael Cimino lést nýlega 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir myndina Deer Hunter frá árinu 1978 en hún vann til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal var hún valin besta mynd ársins og Cimino besti leikstjórinn. Robert De Niro, sem lék aðalhlutverkið í þeirri mynd, minntist leikstjórans og sagðist ætíð myndu muna eftir samvinnu þeirra. Myndin fjallaði um Víetnamstríðið og er mjög áhrifamikil.

Cimino, sem var fullkomnunarsinni og ekki auðveldur í samstarfi, leikstýrði alls átta kvikmyndum og starfaði einnig sem handritshöfundur. Hann sagði sjálfur að ef ekki væri vegna hvatningar Clint Eastwood hefði hann ekki komist áfram í kvikmyndabransanum. „Ég á Clint allt að þakka,“ sagði hann eitt sinn. Cimino var einn af handritshöfundum Magnum Force, sem var önnur Dirty Harry-myndin en Eastwood hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í myndunum um töffarann. Eastwood hafði mikla trú á Cimino og samþykkti að taka að sér aðalhlutverkið í fyrstu kvikmynd hans, Thunderbolt and Lightfoot. Myndin sló rækilega í gegn og eftir það virtust Cimino allir vegir færir.

Óskarinn var hátindur ferils hans en fallið var snöggt og hátt. Hann leikstýrði rándýrri stórmynd árið 1980, Heaven’s Gate, sem gagnrýnendur rifu í sig og einhverjir hvöttu leikstjórann til að skila Óskarsverðlaunum sínum. Áhorfendur höfðu ekki áhuga á að sjá myndina, en í dag á hún sína aðdáendur. Cimino leikstýrði einungis fjórum myndum eftir Heaven’s Gate, þeirri síðustu Sunchaser árið 1996.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin