fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025

Oddvitar í Silfri Egils: „Nú er ég búin að leggja þetta fram hér”

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddvitar þeirra flokka sem náðu inn borgarfulltrúum í nótt mættust í Silfri Egils í hádeginu og ræddu þar um stöðuna sem upp er komin og hvernig bæri að vinna úr henni.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að honum þætti eðlilegt að myndaður yrði meirihluti í kringum núverandi aðalskipulag sem meirihluti væri fyrir af kjörnum fulltrúum. Dóra Björt, oddviti Pírata, virtist taka undir það.

Þórdís Lóa, oddviti Viðreisnar, var fámál um hvaða stefnu flokkurinn hann myndi taka í meirihlutaviðræðum. En í ljósi fjölda nýrra framboða væri krafa um breytingar og að bæta þjónustunni í borginni. En hún og Kolbrún Baldursdóttir tókust á um Borgarlínuna. „Ég er algjörlega ósammála því að borgarlínunni hafi verið hafnað. Við erum sigurvegarar hérna líka, sem og Sósíalistaflokkurinn” og átti hún þá við að þeir flokkar sem styðja Borgarlínuna eigi meirihluta fulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, oddviti MIðflokksins, sagðist ekki skilja af hverju það væri enn þá verið að ræða Borgarlínuna sem yrði ekki að veruleika.

Vigdís lagði til að Eyþór Arnalds myndi reyna að mynda meirihluta, hugsanlega með henni sjálfri, Viðreisn og Flokki fólksins. „Þórdís Lóa talar fyrir atvinnulífinu og sjálfstæðum atvinnurekstri. Það gerum við líka og það er Sjálfstæðisstefnan. Nú er ég búinn að leggja þetta fram hér.”

„Þið eruð ótrúlega lítil í borginni” sagði Egill Helgason við Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri Grænna, og spurði hana hvort hún þyrfti að endurskoða stöðu sína. Líf hafnaði því og benti meðal annars á að nýtt sósíaliskt afl hefði komið fram. Þá benti hún einnig á að stefna Vinstri Grænna hafi ekki endilega komið nógu sterkt fram í núverandi meirihluta en þetta væri vissulega varnarsigur:

„Við erum vissulega að fara niður en við höldum manni inni. En við þurfum að tala skýrar og vera í betra sambandi við grasrótina. Kjósendur hafa lagt spilin á borðið og við þurfum að spila úr þeim.”

Eyþór var fámáll um hvaða meirihlutasamstarf yrði reynt en sagði að fjöldi nýrra flokka væri ákall um breytingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Brasilískur markvörður til London

Brasilískur markvörður til London
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Partey laus gegn tryggingu og heldur til Spánar

Partey laus gegn tryggingu og heldur til Spánar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Seldur eftir mislukkað ár í London

Seldur eftir mislukkað ár í London
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“