fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025

Dagur B. Eggertsson: „Viðreisn ekki eini flokkurinn sem hugsanlegt er að bæta inn í samstarfið“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, var að vonum ekki sáttur með að sjá meirihlutann falla í borginni og að hans eigin flokkur hafi tapað rúmum sex prósentustigum. Samfylkingin bætir reyndar við sig tveimur borgarfulltrúum en fulltrúum alls var fjölgað um átta. DV spurði Dag um niðurstöður kvöldsins og næstu skref.

Þetta eru slæmar tölur fyrir ykkur er það ekki?

„Ég hef þá aðferð að búa mig undir það versta og þetta er það. Maður verður að vera undirbúinn undir að taka niðurstöðum sem þessum.“

Nú eru Viðreisn komnir í oddastöðu. Sérðu fyrir þér að bæta þeim inn í núverandi samstarf?

„Ég hef sagt það alla kosningabaráttuna að ég vildi sjá núverandi meirihlutaflokka halda áfram, jafn vel með fleiri flokkum sem hugsa líkt og horfa til svipaðrar framtíðar og við. Við höfum góða reynslu af því og gengum til samstarfs við fleiri flokka en þurfti eftir síðustu kosningar. Það hefur reynst mjög vel. Viðreisn er samt ekki eini flokkurinn sem hugsanlegt er að bæta inn í samstarfið, það geta hugsanlega verið fleiri.“

Dagur bendir á viðræðurnar árið 2014 þegar Besti flokkurinn varð að Bjartri Framtíð og Vinstri Grænum og Pírötum var bætt inn í meirihlutasamstarfið.

„Þá bjuggum við til nýjan meirihluta og það þarf að gerast aftur. Við þurfum að búa til nýjan meirihluta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Klár í að fara til United ef þeim mistekst að landa Sesko

Klár í að fara til United ef þeim mistekst að landa Sesko
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tekur Liverpool fram yfir allt annað

Tekur Liverpool fram yfir allt annað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá skilaboðum þekktra manna til Sydney Sweeney – Hafa boðið henni þetta

Segir frá skilaboðum þekktra manna til Sydney Sweeney – Hafa boðið henni þetta
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Hann var talinn vera „gullegg“ leyniþjónustunnar – Nú hefur hæstiréttur gripið inn í með óvæntum hætti

Hann var talinn vera „gullegg“ leyniþjónustunnar – Nú hefur hæstiréttur gripið inn í með óvæntum hætti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“