fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
FókusKynning

Magnað úrval af æfingavörum

Kynning

Sportvörur eru með allt fyrir CrossFit

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi ekki að þetta væri svona rosalega stórt og fjölbreytt,“ er viðkvæði hjá mörgum þegar þeir koma inn í sportvöruverslunina Sportvörur, Bæjarlind 1-3, Kópavogi, en verslunin býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á einstaklega gott úrval af æfingatækjum. Sportvörur eru meðal annars með allt sem þarf til CrossFit iðkunar.

Fagmennska og þekking einkenna starfsemi Sportvara enda eru helstu viðskiptavinir verslunarinnar líkamsræktarstöðvar, íþróttafélög og sveitarfélög. En auk þess eru einstaklingar vaxandi viðskiptavinahópur og margir þeirra útbúa sér sína eigin litlu líkamsræktarstöðvar eða ná sér í aukahluti til að hafa með í íþróttatöskunni.

Sportvörur eru í eigu RJR ehf sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1946. Sportvörur bjóða upp á hágæða íþróttavörur á hagstæðu verði í samvinnu við þekkt vörumerki í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Má þar nefna Nike, Adidas, Reebok, NOBULL, SKLZ, Eleiko, Rehband, Concept2, Assault Air Bike ofl.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ennfremur flytja Sportvörur inn vörur frá Asíu undir eigin vörumerki, RJR, sem tryggir lægra verð. Viðtökurnar við RJR merkinu hafa verið svo góðar að stórir erlendir söluaðilar hafa leitað ráðgjafar hjá fyrirtækinu um framleiðslu á sínum merkjum.

Einkunnarorð Sportvara eru „Árangur er engin tilviljun“. Það felur í sér að fyrirtækið trúir ekki á skyndilausnir en getur veitt þeim sem vilja leggja hart að sér góðan stuðning og ráðgjöf. Í versluninni eru margvíslegar vörur sem geta hjálpað fólki til að ná sínum markmiðum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sportvörur bjóða upp á vörur fyrir CrossFit, hraða- og snerpuþjálfun, ástandsþjálfun, styrktarþjálfun, ólympískar lyftingar og kraftlyftingar. Fyrirtækið leggur áherslu á ýtrustu fagmennsku bæði hvað varðar gæði varanna og ráðgjöf í versluninni.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sem fyrr segir er það merkileg upplifun fyrir marga sem koma í Sportvörur í fyrsta skipti að upplifa allt úrvalið sem er á boðstólum og skoða sig um í verslun sem oft er kölluð „dótabúð íþróttafólksins“ – og ekki að ástæðulausu. En sjón er sögu ríkari. Verslunin að Bæjarlind 1-3 er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10 til 17.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Auk þess halda Sportvörur úti öflugri netverslun á heimasíðunni sportvorur.is og senda jafnframt vörur hvert á land sem er. Í kringum Heimsleikana í CrossFit sem nú standa yfir og ná hámarki um helgina verða Sportvörur síðan með áhugavert efni á Facebook-síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2025

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina
Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq