fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fókus

Hrútar og Hross í oss á lista Sunday Times

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrútar Gríms Hákonarsonar og Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar eru á lista sem ritstjórn hins breska Sunday Times gerði yfir þær 100 erlendu kvikmyndir sem eru í uppáhaldi hjá henni. Á listanum eru marglofaðar klassískar myndir leikstjóra eins og Kurosawa, Visconti, Truffaut, Godard, Fellini, Renoir, Bergman, Bunuel og fleiri snillinga. Þarna má nefna myndir eins og Sjö samúraja, La dolce vita, La grande Illusion, Persona, Belle de jour, Rashomon, Diva, A bout de souffle, Stríð og frið (rússnesku útgáfuna) og Fitzgeraldo, svo einhverjar séu nefndar.

Innan um þessi meistaraverk eru síðan þessar tvær nýlegu íslensku myndir sem fengu á sínum tíma mjög góða dóma breskra gagnrýnenda, eins og víða annars staðar. Í umfjölluninni um myndirnar eitt hundrað er söguþráður myndanna rakinn í mjög stuttu máli. Báðar myndirnar lenda í flokki sem nefnist Beittar þjóðfélagslegar gamanmyndir. Myndirnar hafa unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“