fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Sjö töffarar á skjánum

Yul Brynner og Steve McQueen skinu skært

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 6. júlí 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV sýndi klassískan og stjörnum prýddan vestra um síðustu helgi, The Magnificent Seven, frá 1960. Þar voru Yul Brynner, Steve McQueen, Charles Bronson, James Coburn og félagar í miklum ham þegar þeir tóku að sér að verja kúgaða íbúa í mexíkósku þorpi. Allt voru þetta miklir töffarar en þegar fór að líða á mynd sýndu þeir jafnvel á sér viðkvæmari hlið, sem var ósköp fallegt. Eins og sönnum töffurum sæmir streymdu gullkorn af vörum þeirra á milli skothríða. „Aðeins þeir dauðu óttast ekkert,“ er eitt þeirra. Annað: „Aðeins óður maður gerir sömu mistökin tvisvar.“ Og enn eitt: „Stundum verður maður að berast með vindinum eða verða undir.“ Ég kinkaði samþykkjandi kolli yfir þessum setningum. Í kvikmyndum eins og þessum fer mönnum vel að mæla spaklega.

Yul Brynner og Steve McQueen höfðu mikla útgeislun og sterkan karakter sem skein alltaf í gegn, sama í hvaða hlutverki þeir voru. Þeir skinu skært í þessari mynd. Töffarar eru einfarar og því komu þeir vel til skila. Sagan sjálf var góð og grípandi. Ekki er hægt að minnast á myndina án þess að geta um tónlist Elmer Bernstein sem er ekkert minna en stórkostleg enda orðin alþekkt og gríðarlega vinsæl.

Það var notalegt að halla sér aftur í sófanum og fylgjast með viðureign hinna sjö fræknu við vonda menn. Okkar menn lifðu ekki allir af, en þannig er það yfirleitt í myndum eins og þessum og tekur alltaf nokkuð á mann.

The Magnificent Seven er endurgerð á japönsku Kurosawa myndinni Sjö samúræjar. Kurosawa var víst mjög hrifinn af þessari endurgerð. Nú er einmitt verið að kvikmynda þessa sögu að nýju með Denzel Washington, Chris Patt og Ethan Hawke. Denzel er alltaf flottur en slær ekki út Yul Brynner og Steve McQueen – það gera fáir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“