fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Þorsteinn dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. maí 2018 15:49

Þorsteinn Halldórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. RÚV greinir frá þessu en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstóla. DV fjallaði á dögunum ítarlega um mál Þorsteins en hann er sakaður um að hafa borið fíkniefni í átján ára pilt með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundarlaus í viku. Þorsteinn braut  ítrekað á piltinum í um tvö ár og hófust brot þegar drengurinn var fimmtán ára.

Þorsteinn hefur verið formaður Baldurs, eins af félögum Sjálfstæðismanna í Kópavogi, um árabil en Vísir greindi frá því á dögunum að flokkurinn hafi fjarlægt nafn hans af heimasíðu sinni. Þá starfaði Þorsteinn á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem hann stýrði þáttum um klassíska tónlist.

Líkt og fyrr segir hófust  brot Þorsteins gegn piltinum þegar sá var fimmtán ára. Þorsteinn gaf piltinum peninga, tóbak og farsíma og nýtti sér yfirburði sína gagnvart honum til að hafa við sig samræði og önnur kynferðismök. Þá tók hann klámmyndir af piltinum og geymt í læstri möppu í farsíma sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Í gær

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“

Bubbi harðorður í garð ráðamanna: „Kannski er ég dramatískur en guð minn góður, þetta er satt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli

Rússar ljóstruðu óvart upp hernaðarleyndarmáli