fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Alexandra var með yfir 30 æxli í hálsinum: „Læknirinn gat ekki einu sinni talið þau öll“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 18. maí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu æxli fundust í hálsi Alexöndru Ósk Guðbjargardóttur er hún var aðeins 25 ára gömul. Alexandra var meðvituð um það frá unga aldri að ekki væri allt með felldu en nokkurra mánaða gömul var hún með stöðuga verki í hálsi, nefi og eyrum. Alexandra telur að grípa hefði átt inn í þegar hún var krakki og segir hún heilbrigðiskerfið hafa brugðist.

Alexandra ólst upp í Reykjavík og lauk námi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Hún á tvær dætur, Ylfu Fanndísi, átta ára og Arneyju Nadíu, sjö ára.

Man ekki eftir öðru en verkjum í hálsi

Alexandra segir að hún hafi í raun ekki áttað sig á hversu lasin hún var. Hún þekkti í raun ekki annað og var vön að finna fyrir verkjum. „Ég hélt bara að þetta ætti að vera svona og að mínir verkir væru kannski aðeins meiri en hjá öðrum. Ég fann alltaf til í hálsinum, eyrunum, öndunarfærunum og koki,“ segir Alexandra og bætir við að hún muni ekki hversu oft hún hafi kvartað yfir að hún fyndi fyrir kúlu í hálsinum. Það hafi hún gert frá því að hún var krakki, en enginn tók mark á henni.

Þegar Alexandra var í söngnámi var hún send til læknis eftir að kennarinn furðaði sig á að hún næði ekki öllum tónum.  „Þá kom í ljós að ég var með nokkra hnúta á raddböndunum og að raddböndin væru skökk. En mér var sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ég veit ekki hversu oft mamma fór með mig til háls-, nef- og eyrnalækna. Þetta fór alltaf eins, ég var sett á öll astmapúst í bókinni og endalaus lyf. Aldrei lagaðist neitt. Þarna klikkaði heilbrigðiskerfið.“

Læknirinn gat ekki talið öll æxlin

Þann 25. nóvember árið 2015 var Alexandra send í sneiðmynd á heila til þess að útiloka heilaæxli.

„Ég var með öll einkenni og er enn, nema flogaköst,“ segir Alexandra. Ekkert heilaæxli fannst en þegar hún var að standa upp af bekknum var hún beðin um að doka við.  „Læknarnir töldu sig hafa séð eitthvað sem ekki átti að vera í hálsinum á mér. Ég fór í ómskoðun á mjúkpörtum á hálsi og þá komu í ljós minnst tuttugu æxli sem öll voru fjölhólfa, sem sagt æxli inni í æxli inni í æxli. Læknirinn gat ekki einu sinni talið þau öll.“

Læknarnir sögðu Alexöndru að halda ró sinni og ekki hafa of miklar áhyggjur að svo stöddu. En við þessi tíðindi breyttist allt. „Ég sat og horfði á skjáinn og heyrði ekkert sem læknirinn sagði. Nýr veruleiki blasti við.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
433
Fyrir 3 klukkutímum

Mjólkurbikarinn heldur áfram að rúlla á morgun og miðvikudag

Mjólkurbikarinn heldur áfram að rúlla á morgun og miðvikudag
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord búin að skrifa undir alla pappíra

Liverpool og Feyenoord búin að skrifa undir alla pappíra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.