fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Leiðari

Hunskastu á kjörstað

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 20. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningaþátttaka er á stöðugri niðurleið og það er verulegt áhyggjuefni. Dvínandi áhugi fólks á stjórnmálum er alþjóðlegt fyrirbæri og Ísland stendur ekki illa í samanburði við önnur OECD-ríki, að minnsta kosti í þingkosningum þar sem kosningaþátttaka jókst í fyrra. Það er önnur saga með sveitarstjórnarkosningar þar sem þátttakan hefur alltaf verið í sögulegu lágmarki síðan 2002. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2014, var kosningaþátttakan í enn eitt skiptið í sögulegu lágmarki, eða 66,5% í þeim kjördæmum þar sem var ekki sjálfkjörið.

Það er næstyngsti aldurshópurinn sem dregur niður meðaltalið. Árið 2014 mættu aðeins 45% ungmenna á aldrinum 20 til 24 ára á kjörstað. Það þýðir einfaldlega að 55% þeirra sem eru fædd á árunum 1990 til 1994 hafði ekkert að segja hver er borgarstjóri, bæjarstjóri eða sveitarstjóri. Meira en helmingur þessa aldurshóps hafði engin áhrif á hvað það mörg leik- og grunnskólapláss eru í boði í sínu sveitarfélagi. Kosningaþátttakan var mest í aldurshópnum 70 til 74 ára, þar hafði meira en 80% áhrif á dagforeldrakerfið og rekstur almenningssamgangna.

Sveitarstjórnarmál eru ekki þau skemmtilegasta í heimi. Þegar upp er staðið eru þetta peningarnir þínir og það er þitt að velja hvaða mannverur eiga að vera þinn fulltrúi og ákveða hvernig stjórnkerfið í þínu nærumhverfi er rekið.

Það má ekki gerast að það verði enn eitt sögulegt lágmark í kosningaþátttöku og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Það er engin afsökun í þetta skiptið, að minnsta kosti ekki í Reykjavík þar sem sextán framboð verða á kjörseðlinum. Þegar þú, kæri kjósandi, ert búinn að afskrifa nokkra af þessum flokkum sem rugl sem höfðar ekki til þín þá ertu samt með óteljandi möguleika. Það er vissulega best að skoða allt sem er í boði og taka upplýsta ákvörðun. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt, enda hafa margir engan tíma í kosningapróf og er alveg slétt sama um þjónustu sem kemur þeim ekkert við.

Það er gott að verið sé að bregðast við dræmri kosningaþátttöku ungs fólks og erlendra ríkisborgara, þar sem kosningaþátttakan var sláandi léleg í síðustu sveitarstjórnarkosningum, með því að senda SMS og eitthvað þannig. En á endanum er það þitt að tryggja það að þátttakan sé góð með því að stilla vekjaraklukkuna á 26. maí og mæta á kjörstað. Þú hefur viku til að finna þér fulltrúann þinn, það er ekki víst að það takist. Þá er allt í lagi að taka bara kjörseðilinn og henda honum beint í kassann. Ekki láta lýðræðið drepast og leyfa einhverjum öðrum að ráða fyrir þig. Hunskastu bara á kjörstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG

Meistaradeildin: Dortmund hafði betur gegn PSG
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart

Byrjunarliðin í stórleik kvöldsins – Lítið kemur á óvart