fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ráðleggja ungum stúlkum að stinga skeið niður í nærbuxurnar – Getur forðað þeim frá hörmungum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 07:31

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flesta hlakkar til sumarfrísins en þó ekki alla. Í Svíþjóð óttast margar stúlkur af ættum innflytjenda þennan árstíma því þá er gjarnan farið í frí til heimalands foreldranna. Sænsk yfirvöld telja að þessar ferðir séu oft notaðar til að neyða stúlkur í hjónabönd eða umskera þær en það er bannað í Svíþjóð. Til að reyna að koma í veg fyrir þetta hafa yfirvöld í Gautaborg, næststærstu borg Svíþjóðar, nú hrundið af stað herferð. Meðal þess sem stúlkurnar er ráðlagt að gera er að stinga skeið ofan í nærbuxur sínar áður en komið er á flugvöllinn.

Gautaborgarpósturinn hefur eftir Katarina Idegård, verkefnastjóra í málum er varða svokallað heiðursofbeldi og kúgun, að hættan á að stúlkur lendi í þessu aukist alltaf þegar frí er í skólum og þá sérstaklega í sumarfríinu.

Eins og fyrr segir er stúlkum, sem óttast að neyða eigi þær í hjónaband eða umskera, ráðlagt að stinga skeið ofan í nærbuxur sínar áður en þær fara í vopnaleit á flugvöllum.

„Ef skeið er í nærbuxunum fer viðvörunarkerfi vopnaleitarhliða á flugvöllum í gang. Þá er fólk tekið afsíðis inn í herbergi og þar geta stúlkurnar sagt starfsfólkinu ef verið er að þvinga þær til einhvers. Þetta er síðasta tækifæri þeirra til að láta yfirvöld vita.“

Er haft eftir Idegård.

Hugmyndin að baki þessu er upprunnin í Englandi og kom fram á sjónarsviðið fyrri 5-6 árum. Þá voru það stuðningssamtökin Karma Nirvana, sem aðstoða fórnarlömb nauðungarhjónabanda, sem ráðlögðu ungum stúlkum að setja skeið í nærfötin sín til að vopnaleitarhliðin færu í gang á flugvöllum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian frá 2013 sögðu samtökin að þetta ráð þeirra hafi komið í veg fyrir að margar stúlkur væru sendar úr landi og neyddar í hjónabönd.

Borgaryfirvöld hafa tekið upp samstarf við landamæralögregluna og flugvallaryfirvöld á Landvetter flugvellinum í borginni til að koma í veg fyrir ferðir sem þessar. Gautaborgarpósturinn hefur eftir Ann Jacobson, yfirmanni öryggismála á flugvellinum, að allir starfsmenn viti hvað það þýði ef einhver er með skeið í nærbuxunum. Þá sé viðkomandi að gera viðvart um að verið sé að flytja hann úr landi gegn vilja hans.

Samkvæmt tölum frá 2014 var talið að um 100.000 manns, yngri en 25 ára, sættu heiðurstengdri kúgun í Svíþjóð miðað við þær forsendur sem stjórnvöld gefa sér um hvað heiðurstengd kúgun er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu