fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
FókusKynning

Fersk íslensk blóm í pöntun eða áskrift: „Gleðja hjartað og lyfta upp andanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stærsti viðskiptavinahópurinn hingað til er hótel og fyrirtæki sem leggja áherslu á aðlaðandi móttöku og vilja bæði bjóða viðskiptavinum og starfsfólki upp á að hafa í kringum sig ný og fersk blóm.“

„Það er nú yfirleitt starfsfólkið sem fær mest út úr þessu, það nýtur þess að vinna innan um lifandi blóm og það er mikil upplyfting þegar skipt er um blóm hverju sinni. Það er eitthvað einstakt við lifandi blóm, þau snerta við einhverju í sálinni, gleðja hjartað og lyfta andanum,“ segir Eva Sæland sem rekur þjónustufyrirtækið Reykjavik Gift Shop.

Eva býður bæði fyrirtækjum og einstaklingum upp á að panta fersk blóm sem keyrð eru til viðtakenda.

Blómin eins fersk og þau geta verið

Viðskiptavinir sem eru í áskrift hjá Reykjavik Gift Shop fá eingöngu íslensk blóm og alveg sérstaklega ný og fersk, því fyrirtækið er ekki með lager heldur kaupir blómin jafnóðum inn og pantanir berast. Blómin eru skorin degi áður en þau eru afhent og hefur þessi ferskleiki í för með sér að blómin lifa mun lengur en ella. Þó er ávallt hægt að sérpanta blóm að utan ef viðskiptavinur óskar eftir.

Sjálf er Eva af þriðja ættlið úr fjölskyldu blómabænda og grænmetisræktenda sem hefur sinnt þeirri iðju í 70 ár og hefur hún því mikla þekkingu af öllu ræktunarferli blómanna, allt frá græðlingi að fullbúnum blómvendi, tilbúnum til afhendingar. Hún veit því hvað það er mikilvægt að koma blómunum hratt og vel til viðskiptavina til að tryggja mestu mögulegu gæði og lengstu endingu.

Reykjavik Gift Shop þjónar Stór-Reykjavíkursvæðinu og innan þess svæðis er heimsending innifalin í verði blómanna á virkum dögum. Blómaverðið er auk þess hagstætt þar sem yfirbygging á starfseminni er í lágmarki.

Bæði áskrift og stakar blómasendingar

Blómin er hægt að kaupa bæði fyrir stök tilefni og í áskrift. Eins og getið var um hér í upphafi hefur fyrirtækjaáskriftin gert stormandi lukku en hægt er að velja milli þess að fá ný blóm vikulega, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega svo dæmi séu tekin. Eva kemur þá á staðinn og skiptir bæði um blóm og vasa. Fimm prósenta afsláttur er af blómaverði fyrir þá sem eru með blóm í áskrift og hærri afsláttur gefinn viðskiptavinum sem kaupa meira magn hverju sinni.

„Þegar fer að vanta ný blóm byrjar starfsfólkið að sakna mín,“ segir Eva og bætir við að starf hennar sé mjög gefandi og hlaðið góðri upplifun: „Það fer nefnilega enginn í fýlu við að fá ný blóm.“

Fyrirtæki kaupa einnig blóm fyrir sérstök tilefni, til dæmis þegar þau vilja gleðja viðskiptavini eða starfsmenn vegna tímamóta í lífi þeirra.

Fyrirtækjaþjónustan vegur enn mun þyngra í starfseminni, en Eva finnur fyrir auknum áhuga einstaklinga á að nýta sér þessa þjónustu: „Það á ekki síst við fólk sem vegna anna og tímaleysis kaupir sér sjaldan blóm.“ Því hef ég tekið upp á þeirri nýjung að bjóða einstaklingum einnig upp á áskriftarþjónustu og fólki finnst það alveg hreint frábært.“

Á vefnum reykjavikgiftshop.is er að finna ítarlegar upplýsingar um þjónustuna og blómaúrvalið. Þar er enn fremur hægt að ganga frá pöntunum. En það er líka hægt að ganga frá öllum viðskiptum og fá allar upplýsingar í síma 777-0311 enda leggur Eva áherslu á persónulega þjónustu.

Einnig eru upplýsingar á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/reykjavikgiftshop/ og þar vekur athygli hvað umsagnir viðskiptavina eru lofsamlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7