Flestir eru hræddir við eitthvað, en það er misjafnt á milli fólks hvað kemur óttanum á flug. Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri og, eins og má ímynda sér, eru tegundir fælna álíka fjölbreyttar og þær eru margar.
Neðangreindar fóbíur eru þó flestar algengar og eitthvað sem hver getur tengt sig við, þó sumar þeirra séu talsvert sjaldgæfari.
Acrophobia – Flugferðir eru mikið áhyggjuefni fyrir ófáa og ekki síður sú tilhugsun að standa í hárri byggingu. Ef þú færð ekki fiðring í magann við slík tilefni þarft þú ekki að hafa áhyggjur
Agoraphobia – Hræðsla við útiveru einkennir þá sem þjást af Agoraphobiu.
Astraphobia – Ótti við þrumur og eldingar tíðkast víða, en þó kannski minna á Íslandi.
Chaetophobia – Það er leiðinlegt að finna hár í matnum sínum en allt sem viðkemur lausum hárum er eins og Kryptonít fyrir fólk sem er haldið þessari fóbíu.
Claustrophobia – Eru lokuð rými eða litlir klefar að valda þér kvíðatilfinningu? Þá ertu haldin mjög algengri fóbíu.
Cynophobia – Fólk er mishrifið af dýrum, en allir sem tengja sig við Cynophobiu hræðast hunda eins og heitan eldinn. Jafnvel hvolpa.
Decidophobia – Veist þú um einhvern sem getur aldrei ákveðið sig? Eða á það við um þig? Fólk með þessa fóbíu glímir við þann ótta að taka ákvörðun, þó það sé ekki neitt stærra til umræðu heldur en til dæmis pitsuálegg.
Dentophobia – Tilhugsunin um að setjast í tannlæknastól hrellir margan manninn.
Glossophobia – Finnst þér óþægilegt að standa fyrir framan margmenni og flytja ræðu? Þá eru miklar líkur á því að þú sért með „Glossophobiu“.
Hippopotomonstrosesquipedaliophobia – Ótti við löng orð er til, en ef þú ert á meðal þeirra sem þolir ekki löng orð er ólíklegt að þú hafir náð að klára þessa setningu.
Neophobia – Finnst þér leiðinlegt að prófa eitthvað nýtt? Þar kemur Neophobia sterkt við sögu.
Koumpounophobia – Hnappar, tölur, eru það sem fólk með þessa fóbíu óttast mest. Bæði lausahnappa og tölur en einnig þá sem sitja fast á fatnaði.
Omphalophobia– Er til eitthvað ógeðfelldara heldur en naflar? Ef svarið er já ert þú haldin omphalofobi en fólk sem er með þessa fóbíu er hrætt við nafla. Það gerist varla verra hjá þessu fólki en að komast í snertingu við nafla.
Panphobia – Ef þú ert hrædd/ur við allt, þá eru að öllum líkindum með „panfóbíu“.
Phobophobia – Þetta er svolítið merkileg fóbía og lýsir hún sér þannig að viðkomandi hræðist þess að vera með fóbíu.