fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Cleese getur allt

Hótel Tindastóll er aftur á dagskrá RÚV

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 14. júlí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV endursýnir á sunnudagskvöldum Hótel Tindastól, Fawlty Towers, þar sem John Cleese er í hlutverki hóteleigandans úrilla, Basil Fawlty. Það eru áratugir síðan þessir þættir voru fyrst sýndir hér á landi og þeir hafa sannarlega elst vel. John Cleese er auðvitað snillingur og nýtur sín sérlega vel sem hinn hrokafulli og snobbaði hóteleigandi sem aldrei er í góðu skapi. Öll líkamstjáning hans er stórkostlega skemmtileg og hann notar sína löngu útlimi þannig að eftir er tekið. Sem gamanleikari er hann hárnákvæmur í tímasetningum. Það er unun að fylgjast með þessum stórbrotna gamanleikara sem er þarna í essinu sínu.

Basil er einkar ósvífinn manngerð en er um leið nokkuð lítill í sér, eins og sést í samskiptum hans við eiginkonuna, sem Prunella Scales leikur svo vel. Hann óttast hana og hún kemur fram við hann eins og hann sé þreytandi barn sem hún verði að sinna þótt hana langi miklu meira til að gera ýmislegt annað. Andrew Sachs fer á kostum sem velviljaði þjónninn frá Barcelona sem kann takmarkaða ensku. Samskipti hans og Basil eru kostuleg en sá fyrrnefndi lítur mjög niður á hann og leynir því ekki. Connie Booth (sem var eiginkona Cleese þegar fyrstu þættirnir voru gerðir) er traust í hlutverki sínu sem hin skynsama þjónustustúlka Polly.

Cleese og Booth sáu í sameiningu um handritsgerð. Þættirnir urðu aldrei mjög margir, 12 talsins, og hefðu mátt vera margfalt fleiri. Þarna er frumleiki í fyrirrúmi ásamt dágóðum skammti af ósvífni í bland við algjörlega ótaminn galsa. Þarna er engin pólitísk rétthugsun, allt getur gerst og margt sagt sem í raunveruleikanum þætti beinlínis ósmekklegt. Þarna er allt leyfilegt og það er einmitt það sem er svo skemmtilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“