fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Við þurfum að kenna meiri sögu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Pétur Zimsen, virtur skólamaður og skólastjóri Réttarholtsskóla, lætur af störfum í vor. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið að þekkingu hefi verið ýtt til hliðar bæði í menntastefnu Reykjavíkurborgar og námsskrá grunnskólanna.

Ríki og borg bera ábyrgð á menntakerfinu og mér finnst ábyrgðarhluti að það sé tryggt að ákveðnir þættir í öllum námsgreinum séu kenndir og að allir útskrifist með ákveðna grunnþekkingu. Foreldrar eiga að geta gengið að því vísu að börn þeirra öðlist þennan grunn. Í staðinn er alltaf verið að hamra á hugtökum eins og sköpun, gagnrýnni hugsun og frumkvæði sem eru í sjálfum sér mikilvæg hugtök en þau lifa ekki í tómarúmi. Til að vera með gagnrýna hugsun þarf að skilja hvað er verið að fjalla um og til þess þarf þekkingu. Þú skapar ekki nema að geta hugsað um verðandi sköpun og sú hugsun byggist á þekkingu.

Þetta eru athyglisverð ummæli. Stundum er sagt að við þurfum enga þekkingu lengur, að við getum fundið allt á Google. En þá er það spurningin um tengingar. Hvernig er hægt að tengja ef það er ekkert til að tengja við eða á milli?

Eða eins og Jón Pétur segir – án þekkingar er hugsun afar takmörkuð.

Ég hef velt þessu fyrir mér í sambandi við sögukennslu. Hún hefur skroppið saman í skólum. Hefur meira og minna verið felld inn í kennslu í félagsfræðum. En saga er sérstök fræðigrein – og hún er nauðsynleg til að skilja heiminn og fást við hann.

Á tíma manna eins og Pútíns og Trumps, falskra frétta og upplýsingaóreiðu, er gott nám í mannkynssögu ákveðin bólusetning.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“