fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
FókusKynning

Ellingsen: Merida-reiðhjól fyrir alla

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. apríl 2018 13:00

Finnbogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

heilsíða

„Áður en þessi mikla hjólabylting varð hérna fyrir nokkrum árum þá voru nánast allir á fjallahjólum, hvort sem hjólað var á malbiki, möl eða öðru undirlagi. Það var lítið annað í boði. Svo gerist það fyrir nokkrum árum að það verður sprenging í hjólreiðum og við förum að sjá alls konar útgáfur. Við erum með blendingshjól sem eru nær fjallahjólum og svo erum við með borgarhjólin. Cyclocross-hjól hafa síðan verið afar vinsæl undanfarin ár. Þannig hefur úrvalið aukist í samræmi við ólíkar þarfir,“ segir Finnbogi Llorens hjá Ellingsen.

Eins og Finnbogi bendir á eru fjallahjól í raun ætluð fyrir utanvegahjólreiðar, á grófu undirlendi, möl og mold, til dæmis. Aðrar gerðir henta hins vegar til hjólreiða á malbiki, síðan eru keppnis- og æfingahjól annar flokkur. Enn fremur þurfa börn sínar gerðir af hjólum. Allar þessar þarfir og fleiri til uppfyllir hjóladeild Ellingsen með samstarfi við hinn þekkta framleiðanda Merida, en öll hjól sem seld eru í Ellingsen eru undir því merki.

„Sumir líta eingöngu á hjólreiðar sem líkamsrækt og eru jafnvel að æfa og keppa. Svo eru aðrir sem koma ekki nálægt slíku en líta á reiðhjól sem samgöngutæki. Við uppfyllum þarfir allra hjólreiðahópa enda hefur Merida að kjörorði að bjóða upp á hjól fyrir alla,“ segir Finnbogi.

Finnbogi

Merida er gamalgróið merki og var áður hjólaverksmiðja sem framleiddi hjól fyrir alþjóðleg hjólamerki. „Upp úr 1988 fara þeir að framleiða hjól undir sínu eigin merki. Það merki er núna eitt af þeim stóru í heiminum með dreifingu í 77 löndum. Þetta eru gæðahjól,“ segir Finnbogi.

Meirihluti hjólakaupenda í Ellingsen er fjölskyldufólk enda hefur verslunin ávallt gefið sig út fyrir að vera útivistarverslun fjölskyldunnar. Mikið úrval er af barnahjólum, þar á meðal þríhjól og sparkhjól. Einnig býður Ellingsen upp á klassísk borgarhjól, sem eru í gömlu klassísku útliti og með körfu framan á stýrinu.

Auk reiðhjólanna fást allir varahlutir og aukabúnaður fyrir hjólreiðar í Ellingsen. Þar má nefna reiðhjólahjálma, pedala, standara, hjálpardekk fyrir barnahjól, sýnileikaföt og ótal margt fleira.

Einnig býður Ellingsen upp á viðgerðarþjónustu fyrir Merida-reiðhjól, hvort sem það er stilling á gírum, viðgerðir á bremsum eða stærri viðgerðir.

Úrvalið er hægt að skoða á vefsíðunni ellingsen.is. Ellingsen er til húsa að Fiskislóð 1, 101 Reykjavík. Opið er mánudaga–fimmtudaga frá 10 til 18, föstudaga frá 10–19, laugardaga frá 11–18 og sunnudaga frá 13–17.

Þess má geta í lokin að núna standa yfir Sumardagar í Ellingsen og er 20% afsláttur af öllum reiðhjólum.

Finnbogi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7