fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Brexit – er norska leiðin málamiðlun?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. mars 2018 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brexit er í algjöru uppnámi og Theresa May veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Hörðustu andstæðingar Evrópusambandsins í Íhaldsflokknum bíða eftir því að reka rýtinginn í bak hennar og er jafnvel talað um erkiíhaldsmanninn Jacob Rees-Mogg sem forsætisráðherraefni. En víst er að slíkt gæti leitt til mikils ófriðar. Hugsanlega er May það skásta sem er í boði ef allt á ekki að fara í bál og brand.

Svo eru hlutirnir komnir á hvolf að Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, lýsir því yfir seint og um síðir að hann vilji að Bretland verði áfram í tollabandalagi með ESB og uppsker mikið hrós frá frammámönnum í viðskiptalífinu sem seint verða taldir í aðdáendahópi hans.

Í Economist birtist forystugrein þar sem segir að lausnin sé fólgin í því að Bretland fari norsku leiðina í samskiptum við ESB. Hér á Íslandi er þetta kallað EES-samningurinn, en Ísland sem er aðili að honum er ekki nefnt í greininni. Economist segir að í þessu myndi felast málamiðlun sem annars sé ekki í sjónmáli,  pólitísk útganga úr ESB án þess að slíta efnahagstengslin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna