fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Innflytjendur sem inflúensa og flóttamannastraumurinn frá Ungó 1956

Egill Helgason
Mánudaginn 19. febrúar 2018 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkru eyddi ég kvöldstund með einum nánasta pólitíska ráðgjafa Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Orbán er núorðið nær einráður í landinu – hann hefur þaggað niður í fjölmiðlum sem hafa uppi gagnrýni. Og þegar hann stígur fram og heldur ræður er það aðallega tvennt sem hann beinir spjótum sínum að – innflytjendur og George Soros. Áróðurinn gegn honum hljómar eins og gamaldags gyðingahatur.

Það var óskaplegt að heyra það sem rann upp úr ráðgjafanum. Mikið af því snerist um múslima og sígauna og að lönd í vestri eins og til dæmis Frakkland væru ónýt. Ég sagði ekki margt yfir málsverðinum, leyfði ráðgjafanum að tala, en að honum loknum hélt ég litla tölu um frelsi, umburðarlyndi og mannúð.

Nú standa kosningar fyrir dyrum í Ungverjalandi. Orbán verður örugglega kosinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Hann heldur ræðu á fjöldafundi og líkir innflytjendum við inflúensu.

Þetta stingur aðeins í stúf við söguna. Einn mesti flóttamannastraumur í Evrópu á tuttugustu öld var einmitt frá Ungverjalandi. Þá var fólkið að flýja kúgun og ofbeldi kommúnista. Meira en 200 þúsund Ungverjar forðuðu sér úr landi. Til Íslands komu 52 Ungverjar árið 1956. Flestir reyndust hinir nýtustu borgarar og eiga afkomendur hér – sem eru Íslendingar. Þeir voru ekkert í líkingu við inflúensu eða aðrar farsóttir.

Annars hef ég orðið var við að Íslendingar flykkjast nú til Ungverjalands í túristaferðir. Gæti verið að sé kominn tími til að hætta því?

 

Ungverjar flýja land árið 1956.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag