fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Hruninn húsnæðismarkaður fyrir ungt fólk í Bretlandi

Egill Helgason
Föstudaginn 16. febrúar 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möguleikar ungs fólks á miðlungstekjum á því að eignast húsnæði í Bretlandi hafa minnkað um meira en helming á síðustu tveimur áratugum. Þetta er niðurstaða úttektar stofnunar sem nefnist Institute for Fiscal Studies. Guardian birtir frétt um þetta í morgun.

Skýringin er sú að verð húsnæðis hefur hækkað miklu meira en laun. Fyrir fólk sem er á aldrinum 25 ára til 34 ára og er með tekjur á bilinu 22.200 til 30.600 pund á ári. hefur hlutfall þeira sem eiga húsnæði sitt fallið niður í 27 prósent úr 65 prósentum fyrir tveimur áratugum.

Aðgöngumiðinn á húsnæðismarkaðnum er semsé orðinn alltof dýr. Ungt fólk þarf að vera komið úr efnuðum fjölskyldum til að geta keypt húsnæði. Ýmsar ráðstafanir hafa samt verið gerðar til að hjálpa fólki að kaupa sína fyrstu íbúð, meðal annars voru stimpilgjöld fyrir fyrstu íbúðarkaupendur afnumin. En afleiðing þess, eins og er gjarnan, var sú að húsnæðisverð hækkaði enn.

Í Bretlandi, og ekki síst eftir tíma Margaret Thatcher, hefur verið lögð mikil áhersla á að fólk eignist sitt eigið húsnæði, ekki ósvipað og er á Íslandi. Í Þýskalandi eru viðhorfin allt önnur, þar er lítil hefð fyrir því að ungt fólk basli við að kaupa húsnæði, enda er þar mjög sterkur leigumarkaður.

En hvernig er þetta á Íslandi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna