fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Uppreisnarmenn taka sér stöðu gegn May

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brexit virðist vera að leysast upp í hreinan glundroða – enda veit breska stjórnin ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Allt varð vitlaust þegar Philip Hammond fjármálaráðherra sagði um daginn að hann vildi eins litlar breytingar á samskiptunum við Evrópusambandið og mögulegt er. Hammond var á sínum tíma á móti Brexit – og það var reyndar Theresa May líka. Hún er sumpart fangi orða sinna eftir að hún tók við sem forsætisráðherra, þess efnis að enginn samningur sé verri en slæmur samningur. May er í raun búin að ganga bak þeirra orða, hún leitar nú allra leiða til að ná samkomulagi við Evrópusambandið en samningsstaðan er í raun ekki sterk. Núorðið eru yfirlýsingar May um Brexit áberandi óljósar.

Staða May er veik, en hún skákar í því skjólinu að enginn annar alvöru leiðtogi er í sjónmáli, að minnsta kosti enginn sem hefur almennan trúverðugleika.The Economist segir að hún sé meingölluð en það skásta sem er í boði.

Harðir Brexit-sinnar í Íhaldsflokknum eru orðnir mjög óþolinmóðir og nú er talað um að sett verði saman þriggja manna „draumalið“ til að fella May. Það eru Boris Johnson, Michael Gove og erkíhalsmaðurinn Jacob Rees-Mogg sem Economist líkir við sýningargrip frá Viktoríutímanum. Johnson yrði þá forsætisráðherra, Gove vara-forsætisráðherra og Rees-Mogg fjármálaráðherra. Sagt er frá því í breskum fjölmiðlum um helgina að þremenningarnir hugsi sér til hreyfings og séu innan flokksins nefndir the three Brexiters, samanber skytturnar þrjár í sögu Dumas.

Nick Cohn, beittasti dálkahöfundur Bretlands, skrifar í The Observer að Íhaldsmenn séu að koma sér upp eins konar rýtingsstungugoðsögn í Brexit. Þeir reyni að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um, nú beini þeir sjónum að embættismannakerfinu og haldi því fram þar liggi sökin á klúðrinu og seinaganginum.

Það er hálfgert upplausnarástand í breskum stjórnmálum. Í skoðanakönnunum eru Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn svo til jafnir. En Jeremy Corbyn hefur jafn óljósar hugmyndir og May um hvernig eigi að greiða úr Brexitflækjunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?