fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Óskiljanlega metnaðarlaust Breiðholt

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. nóvember 2017 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég tók þessa mynd af ferlíkinu sem er að rísa við höfnina og fyrir neðan Arnarhól og hefur fengið heitið Hafnartorg. Torgsnafnið er reyndar dálítið skrítið í ljósi þess að þarna eru aðallega mjög stórar byggingar.

 

 

Myndin er tekin ofan af Arnarhóli. Hér er gömul mynd sem er tekin frá svipuðu sjónarhorni. Tekin um 1930.

 

Myndina fann ég á bloggi eftir Andra Snæ Magnason frá því 2009, í grein sem nefnist Hvað á að gera við Miðborgina? Þar er hann að velta fyrir sér framtíð þessa svæðiðs og skrifar:

Ég held að besta tillagan væri að byggja svæðið upp eins og það er á þessari mynd. Ekki eins og Borgartún, ekki eins og Kringluna, ekki eins og Smáralind, Korputorg – ekki eins og Vallarhverfið eða Norðlingaholt, ekki eins og við myndum gera það heldur með því að færa höfnina aftur nær Hafnarstræti og hafa lágreist hús í kringum höfnina. Þarna má sjá sjóinn ná langleiðina inn að Eimskipafélagshúsinu. Það mætti jafnvel flytja Árbæjarsafn niðureftir. Miðborgin er ekki borg – hún er þorp, eins og Seyðisfjörður, Hafnarfjörður, Ísafjörður og Stykkishólmur. Þorpið þarf höfn – sem sæmir þorpi.

En nú sjáum við, á hinum mikla uppbyggingarskeiði, hvernig veruleikinn verður. Andri Snær setti inn þessa athugasemd í umræðu nú í vikunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni