fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Stjórnarandstaða sem gæti orðið ansi sundurleit

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er virðast meiri líkur á því en minni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verði mynduð á næstu dögum með Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Það er nokkuð sögulegt, yfirlýstur sósíalisti í forystu ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr. Hefði eitt sinn verið óhugsandi.

Það virðist líka vera einfaldlega svo að aðrir stjórnarmyndunarkostir séu ekki í boði, að minnsta kosti engir möguleikar sem geta talist raunhæfir.

Svo er eitt og annað sem má velta fyrir sér í þessu sambandi. Til dæmis því hvernig stjórnarandstaðan verður skipuð ef þessi þriggja flokka stjórn verður til. Hún verður vægast sagt ósamstæð.

Þarna verður Samfylkingin og Píratar og Viðreisn– þessir flokkar geta átt mikið samneyti og engin stór vandamál þar. Það vill reyndar gleymast að Viðreisn er markaðshyggjusinnuð og trúir mjög á aðhald í ríkisrekstri.  En svo eru þarna Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Þeir gætu líka átt ákveðna samleið. En milli Sigmundar Davíðs og Samfylkingarinnar og Pírata er afar lítil vinátta. Reyndar hefur það virst svo á löngum tímabilum að Sigmundur hafi algjört ofnæmi fyrir Samfylkingunni – og það er svo sannarlega gagnkvæmt.

Píratar hafa beinlínis útilokað stjórnarsamstarf með Miðflokknum, en þurfa að sitja með þeim í stjórnarandstöðunni. Svo er tekið til þess að Magnús Þór Hafsteinsson, nánasti ráðgjafi Ingu Sæland, er orðinn framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.

Það er ekki langt síðan Magnús Þór þýddi og lét gefa út norska bók sem nefnist Þjóðarplágan Íslam. Hann beitti sér svo fyrir því að hún var gefin öllum þingmönnum á Alþingi, 63 talsins. Þeir sem enn sitja á þingi geta kannski rætt efnisatriði hennar við Magnús.

Hermt er að Sigurði Inga Jóhanssyni þyki þessi staða ekki beinlínis leiðinleg. Þarna geti hann einangrað Sigmund, fjandmann sinn, í stjórnarandstöðu með fólki sem þolir hann ekki og hann þolir ekki á móti. Fyrir Sigurð eru þetta vænlegri aðstæður en ef hann hefði farið í stjórn til vinstri. Þá hefði Sigmundur getað átt ýmis tækifæri í stjórnarandstöðu með Sjálfstæðisflokknum – rétt eins og á árunum 2009 til 2013 þegar hann lék við hvern sinn fingur andstöðu við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og reyndist henni mjög skeinuhættur.

 

Sigurði Inga finnst ekki verra að skilja Sigmund Davíð eftir í stjórnarandstöðu með Samfylkingunni og Pírötum. Þau þola hann ekki og hann þolir þau ekki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 21 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“