fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Það þarf ekkert umboð

Egill Helgason
Mánudaginn 13. nóvember 2017 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segist verða ánægður ef þær taka viku.

Í Þýskalandi eru Kristilegir, Frjálslyndir og Græningjar enn að reyna að koma saman málefnasamingi þegar næstum tveir mánuðir eru liðnir frá kosningum.

Það  er ekki hundrað í hættunni þótt menn taki tímann sinn hér á Íslandi. Það þarf ekki alltaf að fara eftir hraða samskiptamiðlanna.

Þetta gerist án þess að neinn sé með umboð frá forseta Íslands til stjórnarmyndunar. Katrín Jakobsdóttir fékk umboðið í fáa daga til að mynda ríkisstjórn, skilaði því svo aftur. Nú virðist gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra, en þarna er enginn atbeini forsetans. Guðni Th. segir að hann vænti þess að fá fréttir fyrir helgi. Katrín sjálf segir að sér finnist ekki skipta máli hver sé með umboðið.

Staðreyndin er auðvitað sú að stjórnir hafa oftast verið myndaðar á Íslandi án þess að til kæmi umboð frá forsetanum. Það er í raun nóg að mæta á Bessastaði með samþykki meirihluta þingmanna og þá getur forseti ekki sagt annað en já og amen.

Margir gefa sér að þessi stjórn hljóti að verða óvinsæl og geti jafnvel orðið banabiti Vinstri grænna. Það myndi þó auðvitað að talsverðu leyti ráðast af því hverju hún vill koma í verk og hvernig henni tekst það. Það er ekki skortur á peningum á Íslandi um þessar mundir og nú er spurning hvernig þeim verður útdeilt. Það bíða mörg verkefni við endurreisn  heilbrigðiskerfisins og velferðarkerfisins og uppbyggingu innviða. Það væri heldur skítt fyrir vinstri menn að sitja hjá meðan þetta fer fram.

Í því sambandi má minna á áherslur Sjálfstæðisflokksins frá því fyrir kosningar, en þar syndi flokkurinn aldeilis vinstri vangann. Það var reyndar talað um að lækka skatta, en líka um 100 milljarða í innviðauppbyggingu, átak í geðheilbrigðismálum, stórfellda hækkun frítekjumarks, stuðning við ungt fólk á húsnæðismarkaði, hækkaðar greiðslur í fæðingarorlofi, heilbrigðisþjónustu óháða efnahag, náttúruvernd og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum.

Máski halda menn því fram að ekkert sé að marka kosningaplögg eins og þetta – en Vinstri græn hljóta að hafa lesið það. Hér eru til samanburðar kosningaáherslur þeirra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 21 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“