fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Valdamesti maður heims

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. október 2017 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver sérstæðasta og áhugaverðasta samkoma í heimi hefst í dag, það er 19. þing kínverska Kommúnistaflokksins. Síðasta þingið var haldið fyrir fimm árum. Tímaritið The Economist birtir forsíðugrein af þessu tilefni og fullyrðir að aðalritari flokksins og forseti Kína, Xi Jinping, sé valdamesti maður í heimi.

Yfirleitt hefði maður ætlað að þessi titill væri frátekinn fyrir forseta Bandaríkjanna. En Economist fullyrðir að Donald Trump sé forseti af því taginu að hann eigi það ekki skilið. Hann njóti einskis álits á alþjóðavettvangi og gangi illa að koma stefnumálum sínum í gegn heimafyrir.

Kerfið í Kína er að mörgu leyti ráðgáta. Kommúnistaflokkurinn, flokkur Maós, er einráður en hefur komið upp kapítalísku hagkerfi þar sem hefur orðið til fjölmenn og auðug millistétt sem nú hefur efni á því að ferðast um heiminn. Efnahagslega hafa verið tekin gríðarlega stór skref, en mannréttindi eru enn virt að vettugi í Kína.

Kommúnistaflokkurinn þorir ekki að lina tökin sem hann hefur á kínversku þjóðinni. Economist segir að Xi Jinping hafi verið góður leiðtogi fyrir kommúnistaflokkinn en síður fyrir Kína. Hann sé gríðarlega valdamikill, hafi hert tökin innanlands meðal annars með aukinni ritskoðun. Hins vegar nýtur hann álits á alþjóðavettvangi þar sem hann virkar nánast eins og skynsemis- og hófsemdarmaður við hliðina á Trump.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“