fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Allskonar síðan 1916

Egill Helgason
Föstudaginn 13. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Jónsson birtir litla grein um eina af mínum uppáhaldsbúðum, hún er á horninu á Grundarstíg og Skálholtsstíg. Einu sinni var þarna vídeóleiga og sjoppa, en nú er þetta fremur lítil hverfisverslun sem er opin langt fram á kvöld.

Þarna vinna sérstök ljúfmenni þegar ég kem þangað á kvöldin. Ungir menn og afar kurteisir. Tónlistarvalið er einstakt og stundum lendir maður á spjalli um snillinga eins og Bob Dylan og Neil Young.

Bónus er orðin aðalhverfisbúðin, en það er líka bónus að búa þar sem maður þekkir fólkið sem maður hittir og það þekkir mann, í búðunum, á kaffihúsunum, þá sem bera út póstinn og jafnvel stöðumælaverðina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna