fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Ljótir og ógeðslegir sígarettupakkar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. júní 2017 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira að segja Grikkir, sú mikla reykingaþjóð, eru farnir að merkja sígarettupakka með hroðalegum og hrollvekjandi myndum af afleiðingum reykinga. Þetta er sannarlega ekki aðlaðandi vara þar sem hún blasir við í hillum verslana. Það er reyndar líka farið að takmarka hvar tóbak er selt.

 

 

Það verður að segjast eins og er að hönnun margra sígarettupakka er býsna flott – sumar tegundir myndu jafnvel teljast vera sígild hönnun. En nú er það allt eyðilagt, það blasa við ónýt lungu, börn sem verða fyrir heilsutjóni vegna reykinga, sviðnar tær.

Mikil reykingamanneskja sagði reyndar við mig að myndin hér fyrir neðan væri photosjoppuð. Nei, sagði ég, hún er fót-ó-sjoppuð.

 

 

Einu sinni voru á sígarettuauglýsingum myndir af fallegu fólki, karlmannlegum mönnum og þokkafullum konum, við alls kyns innihaldsríka iðju. En nú er þetta veruleikinn. Hvenær verða settar myndir af ofurölvi fólki, börðum eiginkonum og skorpulifur á brennivínsflöskur? Það er verið að gera sígarettur útlægar víðast hvar en áfengisdýrkun er normið og menn keppast við að setja áfengi í flottar flöskur með fagurlega hönnuðum miðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna