fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Mislukkuð kosningabarátta Theresu May

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. júní 2017 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólkið undir þrítugu mætti á kjörstað myndi Corbyn vinna, er nú sagt. Eða þá – ef Verkamannaflokkurinn hefði betri formann væri hann öruggur um sigur.

Svo afleitlega þykir Theresa May hafa staðið sig í kosningabaráttunni í Bretlandi. Fyrst átti baráttan að snúast eingöngu um hana og hennar persónu – það virkaði illa. May hefur í raun ekki mikinn pólitískan þokka þótt henni hafi skotið upp í forsætisráðherrastólinn. Hún neitar að mæta í sjónvarpskappræður og kemur ekki fram nema í vernduðu umhverfi innan um stuðningsmenn. Þetta hefur mælst illa fyrir.

Þvínæst fór kosningabaráttan að snúast um vanhæfni Corbyns og það náði hámarki eftir hryðjuverkaárásina í Manchester. En þetta fékk ekki hljómgrunn – þjóðernisderringur May náði ekki í gegn. Og nú er baráttan hjá Íhaldinu farin að snúast mikið til um flokkinn sjálfan – að það sé flokkurinn sem sé í kjöri og honum sé treystandi, ekki bara May. En flokkurinn hefur lent í efiðum flækjum út af velferðarmálunum, í þeim málaflokki er traustið á honum ekki yfirmáta mikið.

Það hefur dregið verulega saman milli fylkinganna. Vangaveltur eru uppi um að Íhaldsflokkurinn nái ekki einu sinni hreinum meirihluta í þinginu. Það gerist varla – líklega sigrar hann í kosningunum en þó alls ekki með jafn miklum yfirburðum og var spáð í upphafi. May ætlaði að styrkja stöðu sína með því að boða til kosninga snögglega, sýna að hún væri óskoraður leiðtogi – en hún gæti þvert á móti veikt sig sem stjórnmálamann. Kannski var hún aldrei raunverulegt efni í forsætisráðherra þótt röð tilviljana hafi ráðið því að hún komst þarna – og það hefur líka orðið ljóst að hópurinn í kringum hana er ekki upp á marga fiska.

Einn þeirra sem hefur farið hörðum orðum um kosningabaráttu Mays er George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem var löngum talinn líklegt leiðtogaefni í Íhaldsflokknum. Osborne er nú ritstjóri Lundúnablaðsins Evening Standard.

Í blaðinu var skrifað fyrr í þessari viku að baráttan hefði farið frá gjörsamlega mislukkaðri tilraun til að magna upp persónudýrkun á Theresu May og alvarlegum sjálfsskaða sem hefði stafað af misheppnuðustu kosningastefnuskrá í síðari tíma sögu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg