fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Kyrrlát vetrarstemming í Lækjargötu

Egill Helgason
Föstudaginn 24. mars 2017 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi dálítið angurværa vetrarmynd sýnir Lækjargötu á árunum eftir stríð. Myndin er greinilega tekin seint um kvöld eða um nótt, það er ekki hræða á ferli. Við tökum eftir því hvað bílarnir eru fáir.

Myndin er örugglega tekin eftir 1945, því þá var byrjað að reisa viðbyggingu við Nýja bíó sem sést við enda húsalengjunnar.

Húsin sem eru næst okkur eru horfin. Þarna er Lækjargata 12 b sem brann til kaldra kola 1967, þar bjó Bjarni dómkirkjuprestur ásamt frú Áslaugu. Þar hefur verið bílastæði síðan. Þá er hús sem stóð á lóðinni þar sem nú er hús Iðnaðarbankans/Íslandsbanka – nú er hægt og bítandi verið að rífa það.

Næstu hús eru hafa varðveist, Lækjargata 10 sem er hlaðið steinhús frá 1877, svo eru Lækjargata 8 og Lækjargata 6a og b. Húsið við Lækjargötu 4, þar sem Hagkaup var til húsa um tíma, var hins vegar flutt í Árbæjarsafn. Nýja bíó brann og þar var reist í staðinn hið svokallaða Iðuhús. Nú er veitingarekstur í nánast öllum húsum meðfram Lækjargötunni.

Lækjargatan er breiðgata með tveimur aðskildum akreinum. Hún var breikkuð árið 1950, manni sýnist að myndin sé tekin eftir það. Sérstaka athygli vekja ljósastaurarnir. Þeir eru sérlega gerðarlegir, með tveimur öflugum ljóskösturum.

 

 

 

Hér má svo sjá forsíðu Morgunblaðsins frá 11. mars 1967, eftir stórbrunann í Lækjargötunni. Þarna má sjá hvernig húsið næst okkur stendur í ljósum logum. Þetta er öllu dapurlegra. En það varð brátt um mörg fallegustu hús bæjarins á þessum árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV