fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Sven Ingvars – alltaf í útvarpinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. mars 2017 23:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frændi minn einn átti plötur með hljómsveit Sven Ingvars. Hann átti líka plötur með Savanna tríóinu. Þegar ég fór í heimsókn til hans vildi ég frekar hlusta á Savanna. Hann átti engar Bítlaplötur.

Sven Ingvars hljómaði í útvarpinu í tíma og ótíma. Fæstum börnum eða unglingum fannst þetta skemmtileg músík. Þau vildu fekar Bítlana eða Stones, en lítið framboð var af þeim í útvarpinu. Það var of villt. Sven Ingvars þótti nokkuð „seif“, eins og ein vinkona mín orðar það. Þetta var málamiðlun – og fæstum finnst þær skemmtilegar.

Nokkur laga Sven Ingvars voru tekin upp af íslenskum hjómsveitum og leikin með íslenskum textum, eins og tíðkaðist í þá daga.

Þetta var á tíma þegar Ísland var nær Norðurlöndunum. Við lásum dönsku blöðin, Hjemmet og Familie Journal, skandinavískar myndir eins og Karlsen stýrimaður nutu mikilla vinsælda, norrænir leikarar og söngvarar voru líkt og heimilisvinir – eða hver man ekki eftir Snoddas?

En forsprakki þessarar vinsælu sænsku hjómsveitar, Sven-Erik Magnusson, er nú látinn. Hann lék ásamt sveitinni í Austurbæjarbíói 14. mars 1967, fyrir fimmtíu árum semsagt. Þá var Sven Ingvars kynnt sem „vinsælasta hljómsveit Norðurlanda“.

 

 

Afar líklegt er að Sven Ingvars hafi í Austurbæjarbíói leikið þetta lag, eitt hið vinsælasta sem sveitin flutti, Jag ringer på fredag, Þetta hljómaði oft í útvarpinu, en upptakan er frá Noregi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV