fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Undarlegar framkvæmdir – og aðeins meira um lundakofa

Egill Helgason
Mánudaginn 20. febrúar 2017 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Benediktsson hefur verið maður einstaklega forvitri. Hann sá fyrir að Íslendingar myndu selja norðurljós og ef til vill líka lundabúðir í Miðbænum.

Í grein sem ég skrifaði um helgina sagði ég að Páll Líndal skrifaði um það í verki sínu Reykjavík, sögustaður við Sund, að Einar færi háðulegum orðum um byggð við Laugaveginn og talaði um „lundakofa“. Ég fann ekki þessa tilvitnun, en nú er hún komin í leitirnar, gleggri maður en ég fann hana, hún er í blaði Einars, Dagskrá, 24. apríl 1898, undirrituð einfaldlega „Reykjavíkurbúi“.

 

 

Annars vakti greinin um Einar talsverð viðbrögð. Maður hafði samband við mig sem sagði að afi hans hefði verið svikinn um laun þegar hann starfaði sem blaðamaður á Dagskrá hjá Einari, ekki laust við að örlaði fyrir beiskju. En afinn hafði sagt að menn gætu kennt sjálfum sér um ef þeir létu Einar svindla á sér.

 

 

 

En hér er svo ljósmynd af byggingunum á Laugavegi 4-6 sem talað er um í fyrri greininni. Þarna keypti borgarstjórnin í Reykjavík tvö illa farin timburhús. Þau voru svo gerð myndarlega upp. Allt kostaði það mikið fé. Húsin voru svo seld aftur fyrir miklu lægri upphæð en samanlagt kaupverðið og viðgerðakostnaðinn, en með fylgdi ógurlegur byggingaréttur.

Þarna er búið að byggja stórt mannvirki, en gömlu húsin eru felld inn í það, en að auki bætist við kjallari sem var boraður niður í gegnum klöppina, heila sjö metra og var vart líft í nágrannahúsum langan tíma meðan á framkvæmdinni stóð. Framkvæmdaaðilar náðu meira að segja að bora sig inn í næstu hús. Miðað við þróunina í bænum er líklegt að þarna verði vegleg lundabúð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?