fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Blæösp – sagan af Gaston

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 22:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var ungur var satt að segja ekki mikið um að útlendingar kæmu hingað til búsetu eða náms. Þeir sem það gerðu urðu jafnvel fljótt þekktir í bæjarlífinu, þeir skáru sig úr í smábænum sem Reykjavík var þá. Nokkuð öflugur var til dæmis hópur Frakka sem kom hingað á árunum eftir stúdentauppreisnina 1968, bjuggu í Miðbænum og þar í kring og ílentust sumir hér til frambúðar.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar ég rakst á þessa klausu á netinu.

 

 

Þetta var sjónvarpsþáttur sem var sýndur fyrripart árs 1970. Ég man reyndar ekki eftir honum, en í blöðunum var talsvert fjallað um Gaston og Patrice um þær mundir. Þessa klausu fann ég í einu blaðinu á vefnum tímarit.is.

 

Gaston og Patrice áttu það semsagt sameiginlegt að vera á flótta undan herþjónustu. Þeir komu hingað og urðu vinsælir í tónlistarlífinu með gítara sína. Hér er mynd af þeim saman sem birtist í Vikunni 1970.

 

 

Í greininni í Vikunni segir að Patrice ætli að fara til Kanada, Bandaríkjanna, Kyrrahafseyja og Suður-Ameríku. Er hann úr sögunni, ég veit ekki hvað varð af honum. Gaston segist hins vegar ætla að vera á Íslandi næstu tíu árin. Hann stundaði um tíma nám í norrænudeild Háskólans.

En það fór öðruvísi. Sjálfsmorð Gastons var á allra vitorði á fyrrihluta áttunda áratugarins. Birna Guðmundsdóttir skrifar á vefinn Gamlar ljósmyndir og segir:

Gaston / Henri Dominique de Saint-Marie, ca. 1947–1972 , kom hingað fyrst 1964 í leit að vinnu, var skráður í franska herinn 2. janúar 1968, en strauk úr hernum og tók þátt í stúdentaóeirðum í Frakklandi. Flúði hann þá til Íslands til að losna undan fangelsun fyrir liðhlaup. Pompidou forseti lofaði sakaruppgjöf og Gaston fór því aftur til Frakklands þar sem hann var fangelsaður í trássi við þau loforð. Kom hingað eftir fangelsunina brotinn maður og synti til hafs frá Ánanaustum, líklega 8. ágúst 1972 og fannst lík hans í Engey í október. Gaston var vel þekktur í sumum hópum og varð nokkurs konar hetjublær yfir honum, sérstaklega hjá andstæðingum hernaðar. M.a. samdi Vilborg Dagbjartsdóttir þekkt ljóð um hann sem heitir Blæösp.

 

Kvæði Vilborgar  birtist í Þjóðviljanum 3. september 1972, stuttu eftir hvarf Gastons.

 

Blæösp
Í minningu Henri Dominique de Saint-Marie

Það kemur fyrir
í berangurslegri hlíð
austan lands
má finna hríslu
sem hagar sér
öðruvísi
en hin trén

Vindarnir hafa
borið fræ
handan um hafið
og varpað því
í opinn faðm
fjarðarins

Hin viðkvæma ösp
gerð fyrir mildara loftslag
titrar við minnsta andvara

Nái hún að festa rætur
og sé að henni hlúð
verður hún að prýði skógarins

Eins og blæöspin varst þú

Stormurinn feykti þér
langt sunnan að
til að þú mættir
skjálfa hérna
í nepjunni

Gaston
Ó! Gaston! Gaston!

 

 

Hér hætti ég mér út á aðeins hálari ís. Þegar ég var unglingur var platan Millilending með Megasi spiluð upp til agna. Þetta var önnur plata hans, löðrandi í dekadens og mótþróa. Þar er að finna þetta kvæði, Sennilega það síðasta (sem víkingurinn mælti um og eftir fráfall sitt). Það var altalað í þeim kreðsum sem ég var í á þessum tíma að ljóðið fjallaði um dauða Gastons. Ég veit satt að segja ekki hvort það er rétt, en þetta passar ágætlega.

 

Og tunglin þau biðu mín tvö eða fleiri
og töluðu margt en þó nýtilegt fátt
og þau bentu mér á það að best myndi að sætta sig
beiskjulaust við það ég hefði stefnt of hátt
en ég hljóp niðrað sjónum ég svipaðist um
en ég sá hvorki Rósu né bátinn svo ég
tók að hrópa upp: hvað koma mér hrakfallaspár við?
og henti mér útí og synti minn veg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum