fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Vandræðin með skoðanakannanir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli nýskeð þegar dagblaðið Le Parisien tilkynnti að það myndi ekki birta skoðanakannanir fyrir kosningarnar í Frakklandi í vor. Ritstjóri blaðsins nefndi ýmsar ástæður, þá að farnar væru að koma í ljós miklar skekkjur í skoðanakönnunum, það væri einfaldlega varasamt að reiða sig á þær, en einnig að umræða um stjórnmál væri í alltof miklum mæli farin að snúast um skoðanakannanir. Fjölmiðlar gætu einfaldlega gert betur í stjórnmálaumfjöllun.

Við höfum orðið vitni að kosningum undanfarið þar sem skoðanakannanir hafa staðist mjög illa. Brexit-atkvæðagreiðsluna, kosningu Trumps í Bandaríkjunum, og já – þingkosningarnar á Íslandi í október. Hér á landi hefur samt verið lítil umræða um gildi og gæði skoðanakannana – og hugsanlega galla þeirra.

Á undanförnum dögum hafa birst tvær skoðanakannanir sem eru býsna ólíkar. Önnur birtist í dag, hún er frá MMR. Þar eru Vinstri græn með mest fylgi flokka, 27 prósent, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað miklu frá kosningunum, eru með 23,8 prósent.

Þarna mælist ríkisstjórnin með 32,6 prósenta fylgi.

Hin birtist fyrir fáum dögum og er frá Þjóðarpúlsi Gallups. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28 prósent, svipað og í kosningunum, en Vinstri græn með 22,8 prósent.

En stuðningurinn við ríkisstjórnina mælist 44 prósent.

Munurinn er semsagt talsverður og eins og áður segir, það vantar í raun greiningu á sveiflum í skoðanakönnunum og niðurstöðum þeirra miðað við kosningaúrslit. Le Parisien hefur nefnilega nokkuð til síns máls.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi