fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Hvað þýðir þá Karnabær?

Egill Helgason
Föstudaginn 3. febrúar 2017 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ágæta fataverslun Jör hefur nú opnað á Týsgötu 1, á sögufrægum stað sem eitt sinn hýsti tískuverslunina Karnabæ. Þetta er á horni Týsgötu og Skólavörðustígs.

Ég hef áður skrifað um nafngiftina Karnabæ og hversu snjöll hún var – þetta var íslenskun á heitinu Carnaby Street, en þar var háborg tísku ungs fólks á Bítlaárunum.

En nafnið mæltist ekki alls staðar vel fyrir. Þetta er úr Sögu Íslands, ellefta bindinu, sem er nýútkomið. Þar skrifar sagnfræðingurinn Pétur Hrafn Árnason afar greinargott yfirlit þar sem er meðal annars fjallað um efnahags- og atvinnusögu tuttugustu aldarinnar og fram að hruni.

Bókarkafli Péturs ætti eiginlega að vera skyldulesning fyrir alla sem láta sér hagstjórn varða – þetta er saga gríðarlegra sveiflna og óstöðugleika og mjög lærdómsrík, En um það ætla ég að fjalla seinna.

Hér má sjá auglýsingu frá Karnabæ, þar stendur: Allt fyrir unga fólkið í fatnaði er stefna okkar!  Undir birtist texti úr sósíalistablaðinu Þjóðviljanum frá 1966 þar sem er fjallað um verslunina á heldur neikvæðan hátt.

 

 

Í orðabók Menningarsjóðs fundum við að vísu engan Karnabæ en hins vegar tvö orð lík, annars vegar kárnalegur sem þýðir sama og teprulegur og hins vegar nafnorðið karnaður sem er skýrt er með: Kynmök, hór. Nú er spurningin: Hvað þýðir þá Karnabær?

Hér má svo sjá ívitnaða grein í Þjóðviljanum sjálfum, eins og hún birtist á þeim frábæra vef timarit.is.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Hvað þýðir þá Karnabær?

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“