fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Þegar Örfirisey var lítil og Grandinn mjór

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar tvær ljósmyndir sýna borg sem hefur tekið miklum breytingum. Sú fyrri er tekin af tönkum sem sjást á neðri myndinni, þeir voru úti í Örfirisey, við Faxaverksmiðjuna svokölluðu, sem nú er farið að kalla Marshallhúsið. Þarna má sjá verbúðirnar meðfram Grandagarði en bak við þær er ekki annað en sjórinn.

Uppfyllingarnar sem eru komnar þarna á bakvið eru gríðarlega stórar og þar eru í dag alls konar fyrirtæki, meðal annars miðstöð matvöruverslunar í Vesturborginni í Bónus, Krónunni og Nettó. Gísli Hjálmar Ólafsson setti myndina inn á vefinn Gamlar ljósmyndir, en myndin er eftir Jóhannes Haraldsson.

Neðri myndin er aðeins eldri, því þar er enn minni byggð á Grandagarði. Hún mun vera tekin 1950. Faxaverksmiðjan er risin, en þarna sjáum við hvað Örfirisey hefur í raun verið lítil og Grandagarðurinn mjór. Forðum var ekki fært þangað út nema þegar var fjara.

Ægisgarður er á sínum stað, en framar á myndinni er vöruhöfnin eins og hún var áður en hún var flutt inn í Sund. Þarna eru skemmur meðfram hafnarbakkanum en við bryggju liggja skip Eimskipafélagsins, gott ef Gullfoss er ekki þarna fremstur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“