fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Sic transit gloria mundi – hvert stefnir Bretland?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að geltið í Trump væri verra en bit hans og að Bretar hefðu tækifæri til að gera góðan díl við Trumpstjórnina.

Theresa May bauð Trump í viðhafnarheimsókn til London. Það gæti orðið vandræðalegt á ýmsan hátt. Líklega brýst út gífurleg mótmælaalda og svo er sagt að ráðgjafar Trump vilji helst ekki hitta Karl prins vegna skoðana hans á loftslagsmálum. Þeir óttast að prinsinn fari að lesa yfir hausamótunum á honum.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar stuttan pistil á Facebook og spyr hvaða vegferð Bretland er á þegar forsætisráðherrann fer um heimsbyggðina, hittir Trump og býður honum í heimsókn en er síðan mætt til Tyrklands að njóta samvista við Erdogan – hvað segir þetta um afstöðu bresku stjórnarinnar til lýðræðislegra vestrænna stjórnarhátta?

Ég hef verið haldinn þeirri áráttu um nokkuð skeið að reyna að færa fram rök fyrir yfirburðum vestræns, lýðræðislegs stjórnfyrirkomulags. Nú brá mér hins vegar í brún við að fylgjast með ferðalögum Theresu May, forsetisráðherra Breta, en Bretland er eitt af elstu, reyndustu og stöðugustu lýðæðisríkjum heims. Hún heimsækir Trump forseta og leggur heiður og sæmd Stóra-Bretlands að fótum Trumps og býður honum í drottningarlega ofurheimsókn til London. Það mætti halda að verið væri að heiðra stjórnmálaskörung sem aukið hefði hróður og frægð Bretlands áratugum saman.

Þetta gerir hún, þrátt fyrir að Trump hafi fótum troðið mannréttindi ,spottað og hótað flóttamönnum og sett lýðræðilegar leikreglur a.m.k. tímabundið til hliðar. (Hræddur er ég um að Elísabetu bregði í brún við að heyra talsmáta forsetans). May stundi því uppúr sér að yfirlýsing Trumps um gagnsemi pyntinga og nauðsyn lokunar landamæra fyrir ákveðnum trúarhópum og þegnum tiltekinna landa væri bandarískt innanríkismál. Það var ekki fyrr en hún var komin í skjól í Downingstreet sem hún var neydd til að segja að þessi ummæli Trumps eða tilskipun, væri ekki endilega til fyrirmyndar eða göfugt til eftirbreytni.

Næsta heimsókn hennar var til Erdógans, þess tyrkneska, sem afnumið gefur réttinn til frjálsrar fjölmiðlunar, fangelsað hefur tugþúsundir án dóms og vill koma á nýrri stjórnskipan í landi sínu þar sem lýðræðisleg vinnubrögð og starfshættir eru ekki nema að nafninu til. Eftir að hafa fengið Erdógan til að lofa að gera myndarlegan vopnakaupasamning við Bretland sneri hún aftur heim sátt og sæl í geði. Nú er að bíða eftir heimsókn hennar til Orbans og Pútíns. Sic transit gloria mundi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“