fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Óttarr lendir í prófraun

Egill Helgason
Föstudaginn 27. janúar 2017 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Proppé sýnist manni vera fyrsti ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem lendir í verulegum vandræðum – og kemur kannski ekki á óvart miðað við málaflokkinn sem hann tók að sér og hvernig stofnað var til stjórnarinnar.

Strax og stjórnin er tekin við völdum er kominn þrýstingur á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, í þessu tilviki er það Klíníkin í Ármúla sem vill opna einkareikna legudeild vegna liðskiptaaðgerða. Bak við Klíníkina eru einstaklingar sem eiga sterk ítök í Sjálfstæðisflokknum, Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir.

Óttar mun vera nokkuð tvístígandi, og það gerir róðurinn þyngri að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, skuli stíga fram og mótmæla þessum áformum. Páll segir að þetta flæki og grafi undir starfsemi Landspítalans.

Því að sérhæft starfsfólk, læknar og líka annað starfsfólk, er takmörkuð auðlind og við eigum þegar alveg nóg með það að tryggja viðunandi mönnun og sérhæfingu á Landspítalanum á þessu sviði.

Þannig að þetta er ansi mikil prófraun fyrir Óttarr og getur ráðið miklu um framhaldið og stöðu hans í ríkisstjórninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“