fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Heilleg timburhúsabyggð

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 22:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd mun vera tekin árið 1930, væntanlega úr nýbyggðu Hótel Borg. Það er merkilegt að sjá hversu tilburhusabyggðin hefur verið heilleg í kvosinni og upp í Grjótaþorpi á þessum tíma. Þarna standa enn timburhús við Austurvöll, meðal annars gamla apótekið með styttum ofan á, þarna er nú Landsímahúsið með afar ljótri viðbyggingu sem verið er að breyta í hótel. Í sjálfu sér er það ekki vitlaust, því gamla Landsímahúsið kallast á sinn hátt við Hótel Borg, er eiginlega systurbygging.

Að baki er svo stór garður, þar sem eitt sinn var Víkurkirkjugarður, og svo taka við timburhúsin, Uppsalir með turni, húsið þar við hliðina, Aðalstræti 16,  sem stóð fram undir síðustu aldamót og hýsti undir það síðasta útvarpsstöð sem kallaðist Aðalstöðin. Allt var þetta rifið og á endanum var holað þarna niður fremur mislukkaðri byggð sem á að vera í gömlum stíl, en er í raun aldrei nema hálfkák, skrítin blanda af eftirlíkingum og nútímabyggingum.

Uppi á Landakotshæðinni sendur enn gamla kirkjan með turni, en steinkirkjan sem var vígð 1929 er risin. Gamla kirkjan var síðan flutt aðeins ofar á hæðina og breytt í íþróttahús sem gekk undir heitinu ÍR-húsið. Löngu síðar var það flutt – í algjöru tilgangsleysi – alla leið upp í Árbæ, en ekkert kom í staðinn nema bílastæði á horni Hofsvallagötu og Túngötu.

Gamli Landakotsspítalinn stendur þarna ennþá, en byggðin er farin að taka á sig mynd fyrir sunnan Landakotstúnið. Húsin sem þar glittir í held ég að standi við Sólvallagötu fremur en Hávallagötu. Í Garðastrætinu handan Túngötu er ekki annað að sjá en byggingu sem lengi hefur hýst rússneska sendiráðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“