fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Bara mynd af Gróttu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hús & Hillbilly er nýr vefur sem er helgaður myndlist. Hingað til hefur ekki verið mikið af umfjöllun um íslenska myndlist á alnetinu, en það stendur vonandi til bóta – þetta er fjörlegur vefur og vel hannaður, lofar góðu.

Meðal efnis sem má finna þarna er bráðskemmtilegt viðtal við listmálarann Arnar Herbertsson. Arnar er merkilegur listamaður sem lætur mikið fyrir sér fara, hann er býsna hógvær í viðtalinu, en um leið launfyndinn.

A: Ég var að mála mynd um daginn af Gróttu, því ég er svo vitlaus. Ætlaði að fara að breyta og mála svona þú veist..

H&H: Landslag?

A: Já, mála vitann og svona. Og ég er búin að dunda soldið við þetta, svo var ég orðin óánægður með þetta og fór bara með hana hérna út fyrir og kveikti í henni. Setti hana í poka og fór með hana í Sorpu.“

H&H: Var þetta svona gjörningur?

A: Nei þetta var bara mynd af Gróttu.

 

Arnar Herbertsson af vefnum Hús & Hillbilly. Ljósmyndirnar sem þarna er að finna eru margar býsna sterkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar