fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Ráðherrar og hofmóðurinn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherrar tala digurbarkalega á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar. Jón Gunnarsson gerði sig breiðan um Reykjavíkurflugvöll en þurfti svo að draga aðeins í land – enda voru orð hans í litlu samræmi við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum. Björt Ólafsdóttir segir um kísilver að „þeim kafla í Íslandssögunni sé lokið“.

Kristófer Már Kristinsson, sem eitt sinn sat á þingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna, kemur með ágæta ábendingu af þessu tilefni:

Samkvæmt hinni formlegu stjórnskipan íslenska lýðveldisins ber ráðherrum að framkvæma ákvarðanir Alþingis. Enginn nýskipaðra ráðherra virðist átta sig á þessu en gefa út þess í stað persónulegar fyrirætlanir og skoðanir í nafni embættanna á nokkurrar sýnilegrar raunveruleikatengingar. Ekkert nýtt í þessu en hvimleitt.

Þá má líka nefna að ríkisstjórnin hefur afskaplega tæpan meirihluta og það ætti að takmarka nokkuð möguleika ráðherra á að stjórna með geðþótta. Það vofir alltaf yfir að í einhverjum málum haldi stjórnarmeirihlutinn ekki, svo ráðherrum er kannski hollast að stíga varlega til jarðar. Hofmóður dugar væntanlega – og vonandi – ekki á þessu kjörtímabili. Við höfum fengið nóg af honum síðustu kjörtímabil.

Reyndar má minna á aðra grein stjórnarskrárinnar sem yfirleitt hefur verið alltof lítt í heiðri höfð:

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Nokkuð hefur verið gert úr fýlu karlanna þriggja úr Sjálfstæðisflokki sem fengu ekki ráðherraembætti. Það er þó ekki sérstök hætta á því að Páll Magnússon, Brynjar Níelsson eða Haraldur Benediktsson sprengi stjórnina. Þeir spila með liðinu, þótt þeir séu að láta vita af sér með þessum hætti. Haraldur á þó bestu setninguna þegar sem er rætt um skipan ráðherra:

Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?