fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Óttarr getur hætt við – en gerir það varla enda hefur BF komið ár sinni vel fyrir borð

Egill Helgason
Mánudaginn 9. janúar 2017 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða á netinu sér maður dreift Twitter-færslu Óttarrs Proppé frá 3. apríl 2016. Óttarr segist reyndar sjálfur skilja gagnrýni sem hann verður fyrir og telur ekki undarlegt að fólk upplifi að hann sé kominn á „skrítinn stað“. Það er sagt í fjölmiðlum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði kynnt í kvöld.

Eftir kosningar hefur myndast svo náið bandalag milli Óttarrs og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, að það er varla að þeir sjáist án hvors annars. Þeir virka samt eins og mjög ólíkir menn, gamli pönkarinn og bóksalinn og silfurskeiðarmaðurinn úr Engeyjarættinni.

Það má samt rifja upp að Benedikt stóð og lamdi bumbur gegn síðustu ríkisstjórn á Austurvelli á tíma Panamauppnámsins og hér er ræða hans frá þeim tíma.

En þess er reyndar að gæta að þótt Óttarr hafi hingað til fremur verið spyrtur saman við vinstri flokkanna, þá var Björt framtíð ekki stofnuð sérstaklega til að starfa til vinstri. Það var eiginlega frekar eins og henni væri ætlað að vinna ýmist til hægri eða vinstri – svona líkt og uppfærð útgáfa Framsóknarflokknum. Stofnandi flokksins var jú afkomandi tveggja formanna og forsætisráðherra Framsóknarflokksins.

Þannig hefur Björt framtíð unnið með Samfylkingu, VG og Pírötum í borgarstjórninni í Reykjavík, en með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórnum í Kópavogi og Hafnarfirði. Það verður að segjast eins og er að nú hefur þessi örlitli flokkur komið ár sinni býsna vel fyrir borð hvað varðar valdastöðu.

Það er hins vegar dálítið neyðarlegt í ljósi uppnámsins vegna Panamaskjalanna að Björt framtíð – og Twittermaðurinn Óttarr Proppé – séu að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum á sama tíma og uppvíst er orðið að formaður hans stakk undir stól  skýrslu um aflandseignir Íslendinga og er í raun orðinn illa margsaga í því máli.

Þetta er ekki sérlega gæfuleg byrjun á ríkisstjórninni, og í rauninni gæti Óttarr þarna verið kominn með átyllu til að hætta við ellegar bíða þangað til málið skýrist betur. En samt er ekki líklegt að hann geri það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu