fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Sigmundi er dálítið skemmt – vandræðalegt fyrir flokkana

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. desember 2016 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningarnar í október voru boðaðar vegna Panamaskjalanna og falls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr stóli forsætisráðherra.

Því er varla furða að Sigmundur geri sér mat úr því að ekki takist að mynda ríkisstjórn og kalli kosningarnar dómadagsvitleysu.

Í þessu ljósi er auðvitað nokkuð vandræðalegt að stjórnmálaflokkunum virðist lífsins ómögulegt að koma saman stjórn. Fátt gleðilegt hefur gerst í pólitísku lífi Sigmundar Davíðs síðasta árið, en hann getur altént skemmt sér dálítið yfir stöðunni sem er komin upp.

Nú virðast möguleikarnir á myndun meirhlutastjórnar nokkurn veginn uppurnir. Það hafa farið fram tvær umferðir, spurning hvort eitthvað muni breytast í hinni þriðju.

Vinstri græn virðast vera algjörlega búin að stimpla sig út úr stjórnarsamstarfi – það sem helst er nefnt í dag er hvort þrátt fyrir allt gæti tekist að berja saman ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Í grein á Vísi er bent á að minnihlutastjórnir séu við völd í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þar er hefð fyrir slíkum ríkisstjórnum sem ekki er að finna hér á Íslandi. Við vitum eiginlega ekki hvernig slíkar stjórnir fara að, heldur erum við vön mjög afdráttarlausu meirihlutaræði á þingi.

Í yfirlýsingu Guðna forseta frá því fyrradag er ýjað að möguleikanum á minnihlutastjórn. Þar segist hann ekki ætla að veita neinum stjórnarmyndunarumboð, en segir:

Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu