fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

EES virkar vel fyrir Norðmenn, en þeir þurfa að borga, taka upp reglurnar og eru ekki í herberginu þegar ákvarðanir eru teknar

Egill Helgason
Mánudaginn 5. desember 2016 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar verða að skilja að það er engin leið til að þeir geti fengið aðild að sameiginlega markaðnum án þess að borga í sjóði Evrópusambandsins og undirgangast ýmsar reglur þess.

Þetta segir Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs, en hann hitti í dag kollega sinn breskan, Boris Johnson, og David Davis sem fer með málefni úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu.

Frá þessu segir í Guardian og er byggt á viðtali sem Brende átti við Radio 4 í Bretlandi.

Brende sagði að EES samningurinn virkaði ágætlega fyrir Norðmenn, en það væri óvíst hvort slíkur samningur myndi gagnast Bretum.

Við erum hluti af sameiginlega markaðnum, en það þýðir líka að við verðum að taka upp allt regluverkið og erum ekki í herberginu þegar ákvarðanirnar eru teknar. En það hefur verið samstaða um að það sé í hag Norðmanna að vera partur af sameiginlega markaðnum, og þess vegna þurfum við líka að leggja eitthvað af mörkum, til dæmis til nýrra aðildarríkja ESB og í þróunarsjóði sambandsins.

Brende sagði að EES samningurinn hefði verið gagnlegur fyrir Norðmenn, enda færu 70 prósent af útflutningi þaðan til ríkja ESB.

Brende sagði líka að Norðmenn myndu ekki stanada í vegi fyrir því að Bretar gengju í EFTA, sem er önnur stoð EES-samningsins. Það yrði að leggja mat á hvort vilji Breta standi til þess að taka þátt í slíku samstarfi með ofangreindum skuldbindingum. Hins vegar hafi Theresa May forsætisráðherra sagt að ekki sé unnið samkvæmt þeirri áætlun.

Guardian greinir frá því að í EFTA séu Noregur, Ísland, Liechtenstein og Sviss. Blaðið hefur eftir Brende utanríkisráðherra að þetta séu „einu alþjóðasamtökin þar sem Noregur er stórveldi“.

 

epa04389115 Norwegian Foreign Minister Boerge Brende pictured before his meeting with Israel Foreign Minister Avigdor Liberman (not picture) at the Israeli Ministry of Foreign Affairs office in Jerusalem, Israel, 07 September 2014 . EPA/ABIR SULTAN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“