fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Kreppa Evrópusambandsins er langt í frá búin

Egill Helgason
Mánudaginn 5. desember 2016 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn varpa öndinni léttar yfir því að hægriöfgamaðurinn Norbert Hofer tapaði forsetakosningum í Austurríki. Tala jafnvel um þetta eins og það sé til marks um að vindáttin í stjórnmálunum sé að breytast.

En það er langt í frá. Sömu helgi tapar Matteo Renzi, einn skásti stjórmálamaður Evrópu, þjóðaratkvæðagreiðslu og segir af sér. Ítalía er eitt af stofnlöndum Evrópusambandsins en nú mun gjósa upp umræða um útgöngu þess. Fimm stjörnu hreyfing popúlistans Beppe Grillo er nú í raun öflugasti stjórnmálaflokkur Ítalíu – þrátt fyrir að hafa klúðrað allrosalega þegar hreyfingin komst til valda í Róm.

Fimm stjörnu hreyfingin hamast gegn „pólitísku elítunni“ og sækir fylgi bæði til hægrisins og gamla vinstrisins – þar sem kommúnistaflokkurinn var eitt sinn allsráðandi. Ýmislegt í stefnu flokksins kemur frá vinstri, en á Evrópuþinginu hefur flokkurinn verið í samstarfi við Ukip.

Síðan eru það forsetakosningarnar í Frakklandi sem fara fram í lok apríl, fyrri umferðin, og í byrjun maí, seinni umferðin. Það er ljóst að frambjóðandi gamla hægrisins verður Francois Fillion. Hann þykir vera býsna langt til hægri og jafnvel hallur undir Thatcherisma. Talið hefur verið nánast öruggt að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, komist í seinni umferðina. Líklegast er að þar mæti hún Fillion. Vinstri hreyfingin er í tætlum eftir stjórnartíð Hollandes.

Fillion höfðar lítt til vinstri, minna en Alain Juppé sem líka sóttist eftir útnefningu hægri manna – og það er spurning hvað vinstrið gera í seinni umferð kosninganna þegar valið er milli tveggja frambjóðenda. Það er altént ekki hægt að útiloka röð atburða sem leiðir til sigurs Marine Le Pen – líkt og gerðist með Donald Trump í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“