fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Hin ilmandi slóð á tíma Bruuns

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. október 2016 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er dásamleg ljósmynd sem er að finna á vef Þjóðminjasafnsins danska og er úr safni Daniels Bruun. Hann var danskur liðsforingi sem kom hingað oft, en ferðaðist líka víða um heim, um Norður-Afríku og Austurlönd.

Á Íslandi stundaði hann fornleifarannsóknir og safnaði upplýsingum um menningu Íslendinga sem hann skráði í bókina Fortidsminder og Nutidshjem paa Island. Stór bók með skrifum Bruuns og ljósmyndum hans kom út 1987 undir heitinu Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Bruun stundaði líka umfangsmiklar rannsóknir á Grænlandi.

En myndin er tekin í Lækjargötunni, þar sem nú er iðandi mannlíf, gangandi vegfarendur og bifreiðar keppa um plássið. Þetta er brúin yfir Lækinn og en síðan liggur leiðin upp Bakarabrekkuna, þar sem seinna varð Bankastræti en menn eru nú farnir að kalla Flísstræti. Enginn banki er lengur í Bankastrætinu en nóg af búðum með útivistarfatnað fyrir ferðamenn.

Það er gaman að velta fyrir sér því sem sést á myndinni. Þarna er kona í þjóðlegum búningi, klyfjahestur með timbur, en fremst gengur lítill strákur. Götuluktin er brotin, en ekki sést hvað stendur á skiltinu til hægri.

Í Læknum virðist vera lítið vatn, rennslið í honum var oft vandamál, vatnið vildi staðna og oft lagði af honum vonda lykt. Hann var stundum kallaður „hin ilmandi slóð“ í háði.

Daniel Bruun kom fyrst til Íslands 1896 en Læknum var lokað 1911, svo myndin er tekin á því tímabili. Halldór Laxness skrifaði um hann í Innansveitarkróniku.

Í þann tíma rann opinn lækur í gegnum höfuðborg vora og var kallaður Lækurinn; í honum voru hornsíli. Stundum mátti sjá þar ál sem var að koma úr Saragossahafinu og gánga í tjörn þá sem kölluð er Tjörnin og liggur á bak við Alþíngishúsið og Dómkirkjuna.

 

screen-shot-2016-10-13-at-08-34-06

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin