fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Samíska konan og kósakkinn – andlit sögunnar

Egill Helgason
Mánudaginn 3. október 2016 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er dásamlegt myndasafn á Buzzfeed – þetta er eins og að horfa í sjálft andlit sögunnar.

Myndirnar eru af innflytjendum til Bandaríkjanna. Þetta er fólk sem flutti yfir úthafið en var ennþá í þóðbúningunum sínum. Myndirnar eru upprunalega svarthvítar en svo má líka sjá hvernig þær eru þegar þær hafa verið litaðar. Með því fæst meiri nánd. Maður skynjar betur andlitsfall fólksins og svipbrigðin, sér hvernig fötin þeirra voru á litinn.

Þarna er fólk af ýmsu þjóðerni. Konur frá Samalandi og Rútheníu, kósakkakarl, stúlka frá Alsace-Lorraine, smali frá Rúmeníu, Hindúadrengur, kona frá Guadeloupe, hermaður frá Albaníu.

Maður fær líka tilfinningu fyrir því hvernig fólk streymdi úr öllum hornum veraldarinnar til að setjast að í Ameríku og búa sér nýtt líf. Ég hef einhvern tíma haldið því fram að þessir þjóðflutningar séu í raun stærsti atburður mannkynssögunnar.

Myndirnar voru teknar á árunum 1906 til 1914 af Augustus Francis Sherman, en hann var embættismaður á Ellis Island í New York þar sem innflytjendastraumurinn til Bandaríkjanna kom í gegn. Kemur fram að eitthvað af myndunum hafi á sínum tíma birst í National Geographic, en að nú standi yfir söfnun til að gefa þær út á bók. Manni finnst eins og það sé sannarlega verðugt verkefni.

Hér eru tvö dæmi um myndirnar, samíska konan og kósakkinn. Fleiri er hægt að sjá með því að smella hérna. Það verður enginn ósnortinn af þessum myndum.

 

screen-shot-2016-10-03-at-13-00-14

 

screen-shot-2016-10-03-at-13-00-42

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu