fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Viðbrögð Vigdísar og áhyggjur Vinstri grænna

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. október 2016 22:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru viðbrögð Vigdísar Hauksdóttur við falli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr formannsstóli. Nokkuð nýstárleg túlkun á Litlu gulu hænunni.

 

screen-shot-2016-10-02-at-22-42-09

 

Maður hefur séð ýmisleg viðbrögð við úrslitunum, fremur jákvæð en hitt, en við dálítið annan tón kveður hjá Vinstri grænum í kvöld.

Þeir hafa áhyggjur af því að með Sigurð Inga Jóhannsson í formannssætinu verði líf núverandi ríkisstjórnar framlengt. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem er í fyrsta sæti hjá VG í Kraganum skrifar á Facebook:

Tíðindi dagsins eru nefnilega ekki eingöngu mikilvæg persónuleg og innanbúðar fyrir rótklofna og hatursfulla Framsókn, heldur urðu þarna líka tíðindi hvað varðar þingið og samstarf flokksins við stjórnarandstöðuflokkana þar. Með sigri SDG hefði orðið alvarleg samstarfsklemma á þinginu. En þrátt fyrir að sigurvegarinn hafi verið maður meiri yfirvegunar, samráðs og samvinnu, eru tíðindin þau að hér varð til opnun á ákveðnum möguleikum á ríkisstjórnarsamstarfi sem hefðu verið harðlokaðir með sigri SDG. Því er nú verr.

Og Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, á bloggi sínu:

Fyrir framsóknarflokkinn hljóta úrslitin að teljast afbragðsgóð. En best þó af öllu eru úrslitin þeim sem vilja herða tök hægriflokkanna á landsstjórninni. Pólitíska landslagið hefur breyst verulega í dag og möguleikar á myndun ríkisstjórnar eftir kosningar hafa einnig skýrst með sigri Sigurðar Inga. Nú er það enn líklegra en áður að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lifi af hremmingarnar, ef ekki óbreytt þá með stuðningi Viðreisnar ef á þarf að halda. Í stað trausti rúins formanns Framsóknarflokksins sem enginn hefði viljað eiga í samstarfi við er nú kominn gamaldags litlaus Framsóknarmaður sem mun ekki verða Sjálfstæðisflokknum mikil þraut í samstarfi. Þetta er áhyggjuefni sem kjósendur ættu að velta vel fyrir sér.

En svo má spyrja, opnast ekki líka möguleiki á samstarfi Framsóknar við vinstri flokkana? Almennt má segja að kosningarnar séu háðar nokkuð langt til vinstri. Er svo óralangt milli Vinstri grænna og Framsóknarflokksins? Þess má geta að á árum áður lynti Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu, forvera VG, oft sérlega vel í ríkisstjórnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu