fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Vafasamar skoðanakannanir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. september 2016 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt má segja að alltof mikið sé gert úr skoðanakönnunum í íslenskum fjölmiðlum. Þetta eru fréttir sem fjölmiðlarnir fá sendar á tölvutæku formi og þarf lítið að gera til að matreiða þær. Auðvelt að sjóða eitthvað könnununum og útheimtir litla hugsun. Hringja kannski í einn til tvo stjórnmálafræðinga sem lesa rétt sem snöggvast í tölurnar og segja tíðindi sem oftastnær eru almælt.

Eins og oftast áður fáum við að upplifa þetta fyrir kosningarnar í lok október. Það verður lítill friður fyrir skoðanakönnunum. Einhver stingur jafnvel upp á því að bannað verði að birta skoðanakannanir í ákveðinn tíma fyrir kosningar, en að vanda fær það dræmar undirtektir.

En hvað með að birta og blása upp úr öllu valdi skoðanakannanir sem eru augljóslega skrítnar og líklega meingallaðar hvað framkvæmdina varðar?

Þetta virðist vera raunin með skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því í morgun. Hefur reyndar virst vera tilhneiging í fleiri könnunum frá Fréttablaðinu. Þær virka út úr kú. En samt hlaupa fjölmiðlarnir á eftir þessu eins og hænsn. Getur verið að það sé ábyrgðarhluti? Skoðanakannanir eru jú skoðanamótandi á sinn hátt, líka þær vitlausu sem er vandi að leiðrétta þegar þær eru komnar í birtingu út um allt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?