fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Stóra skýrslumálið – formannaslagur í sjónvarpinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. september 2016 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður ekki annað sagt en að Vigdís Hauksdóttir kveðji stjórnmálin með hvelli. Allt nötrar vegna stóra skýrslumálsins – líka embættismannakerfið. En Vigdís er að hætta, líklega þarf hún brátt að eftirláta sviðið þeim Framsóknarmönnum sem sækjast eftir að halda áfram í pólitík. Lilja Alfreðsdóttir tekur við efsta sætinu á framboðslista flokksins í Reykjavík suður af Vigdísi. Ætli megi ekki segja að hún sé annarrar gerðar sem pólitíkus?

Vigdís vill lemja á kerfinu, Lilja kemur innan úr kerfinu.

Guðlaugur Þór fjarlægist óðum skýrsluna sem reyndar er búið að breyta mikið frá upprunalegri gerð. Hann vill væntanlega eiga möguleika á að verða ráðherra eftir kosningar – það er ekki víst að skýrslan sé sérlega gott vegarnesti á þeirri leið.

Einkennilegasta uppákoman er svo frásögn sjálfstæðismannsins og alþingismannsins Haraldar Benediktssonar um embættismanninn sem hótaði honum. Haraldur er bændahöfðingi, býr á jörð sjálfs Jóns Hreggviðssonar, og lætur sér varla margt fyrir brjósti brenna. Embættismaðurinn, Guðmundur Árnason, á að hafa hótað Haraldi eignamissi.

Það er reyndar vandséð hvernig embættismaður, hversu háttsettur hann er, getur orðið valdur að slíku. Hafi Guðmundur haft í hótunum um þetta eru það orðin tóm. Hann getur hins vegar höfðað meiðyrðamál fyrir dómstólum og farið fram á bætur – sem gætu lýst sér í einhvers konar eignamissi séu þær nógu háar.

En það er svo angi af sögunni að milli Guðmundar Árnasonar, sem er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er sagður ríkja mikill trúnaður. Þeir hafa starfað náið saman síðustu árin – frægt er í heimi stjórnmálanna að Bjarni kann miklu betur við sig innan um embættismenn en í hópi félaganna í þingflokknum.

Nú á fimmtudagskvöld verða formannaumræður í sjónvarpinu (Steinsteypuöldin frestast vegna þeirrra). Það er ólíklegt annað en að skýrslumálið beri á góma – þótt kannski séu ýmis önnur mál brýnni. Bjarni Benediktsson verður þar og líka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem fær tækifæri til að láta ljós sitt skína – og jafnvel styrkja stöðu sína í átökum um formannssætið í Framsóknarflokknum.

 

25b53a39d9-400x268_o

Bjarni Benediktsson og Guðmundur Árnason. Sagður er ríkja mikill trúnaður milli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu