fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Vetrarmynd með kolareyk

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. september 2016 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er vetrarmynd af kunnuglegu umhverfi sem þó er svo breytt. Þarna er horft norður Lækjargötu fyrir miðja síðustu öld. Við sjáum að það er snjór á jörðinni, slabb á gangstéttum og Esjan hvít. Kolareykur liðast upp úr húsunum, þannig að þetta er fyrir tíma hitaveitu. Líklegast að myndin sé tekin í kringum 1940.

Mörg húsin á myndinni eru horfin, þar á meðal öll húsalengjan milli Vonarstrætis og Skólabrúar nema hvíta steinhúsið, Lækjargata 10. Það er hlaðið steinhús úr grjóti sem var tekið á Skólavörðuholti og límt með Esjukalki, eins og lesa má hér.  Hin húsin voru annað hvort rifin til að rýma fyrir Iðnaðarbankanum – sem nú er verið að rífa – ellegar brunnu þau í stórbruna sem varð í mars 1967.

Í húsinu á horninu bjó Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur og forsetaframbjóðandi, heiðursborgari í Reykjavík, en hann lést tveimur árum fyrir brunann. Ekkja hans Áslaug Ágústsdóttir bjargaðist úr brunanum og það gerði líka Ólafur Flosason, sonur Flosa Ólafssonar leikara, sem bjó í Lækjargötu 12a.

Það er merkilegt að sjá hvað Lækjargatan er mjó á þessum tíma. Síðar var hún breikkuð. Þannig er garðurinn fremst á myndinni, Mæðragarðurinn svokallaður, talsvert stærri en við eigum að venjast. Girðingin í kringum hann virkar mjög reisuleg.

Það var Daníel Magnússon sem setti myndina inn á vefinn Gamlar ljósmyndir.

14424871_10210475822522364_6785448242656845482_o-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu