fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Tímabært að henda úreltum hagfræðilíkönum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. september 2016 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhagfræði (macroeconomics) er eins og vísindagrein sem hefur ekki aðeins staðnað í þrjá áratugi, heldur hefur getu hennar til að skilja heiminn í rauninni farið aftur.

Þannig leggur Paul Mason, einn helsti efnahagsblaðamaður Bretlands,  út af orðum Pauls Romers í grein í Guardian. Romer, sem hefur verið prófessor við virta háskóla og er nú aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, birti nýlega grein sem nefnist The Trouble With Macroeconomics.

Mason segir að þetta séu tíðindi, því þarna sé á ferðinni virtur hagfræðingur sem hefur starfað innan kerfisins, ólíkt til dæmis Steve Keen, sem eitt sinn var gestur í Silfri Egils. Keen hefur haldið því fram að trú á úrelt efnahagslíkön hafi verið ein af orsökum kreppunnar 2008. En Keen sé utangarðsmaður – Romer sé innan garðs.

Þess vegna komi gagnrýni Romers illilega við kauninn á hagfræðinni. Meðal þess sem hann finnur að er hóphugsun, gagnrýnisleysi, samstaða sem minnir nánast á trúarsöfnuð og mjög takmörkuð vitund um að menn gætu haft á röngu að standa.

Eins og Mason orðar það í fyrirsögn: Það er tímabært að henda úreltum hagfræðilíkönum sem hafa gert heiminn að hættulegri stað.

Hér er svo viðtalið við Steve Keen úr Silfri Egils 12. febrúar 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu