fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Steinsteypuöldin, 3. þáttur

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. september 2016 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér má sjá þriðja þátt Steinsteypualdarinnar. Hann var sýndur á Rúv síðastliðinn fimmtudag. Í þessum þætti er útgangspunktur okkar árið 1945. Við fjöllum um tíma stríðsgróða sem breyttist fljótt í tíma skömmtunar. Ný hverfi sem spruttu upp utan Hringbrautar. Fyrstu íbúðarblokkir sem risu á Íslandi, það eru hús við Hringbraut en Þórbergur skrifaði um lífið þar í Sálminum um blómið.

Við skoðum glæsibygginguna Melaskóla, einstaklega vandað hús sem ber höfundi sínum, Einari Sveinssyni, fagurt vitni. Við fjöllum um harðvítugar deilur um kirkjubyggingar, Hallgrímskirkju og Neskirkju. Jónas frá Hriflu, stór persóna í þáttunum, var á móti Neskirkju en með Hallgrímskirkju. Neskirkju kallaði hann þyrpingu af kofaræksnum – það varð að fá frægan finnskan arkitekt, Eriel Saarinen, til að andmæla honum og votta að kirkjan væri í lagi.

Við fjöllum líka um Háskólann, hinn merkilega efnivið sem Guðjón Samúelsson valdi í þá byggingu og hugmyndir um torgið þar fyrir framan sem urðu að engu. Og svo skoðuðum við íbúðarhús tveggja rithöfunda auk Þórbergs – hús Halldórs Laxness á Gljúfrasteini og Gunnars Gunnarssonar við Dyngjuveg. Bæði voru þau reist í stíl sem þótti nútímalegur.

Hér á vef RÚV má horfa á þáttinn.

 

Screen Shot 2016-09-18 at 20.34.53

 

Við Hringbraut risu fyrstu íbúðablokkir á Íslandi. Í þeirri sem er nær á myndinni bjuggu Þórbergur Þórðarson og Lilla Hegga, söguhetja hans í Sálminum um blómið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?